Af hverju erum við ekki ofurvinsæl*?

Í tíma í Kristniboðsfræðum í dag afhenti kennarinn okkur grein eftir Michael Spencer, þar sem hann spáir mjög snöggum umskiptum í trúarlífi Bandaríkjamanna á næstu árum. Grein allrar athygli verð af ýmsum ástæðum. Ég ákvað því að kynna mér manninn frekar og heimsótti bloggið hans á www.internetmonk.com og rakst þar á aðra ekki síður áhugaverða grein.

*Þetta er ekki alveg orðrétt þýðing á heiti greinarinnar sem ég rakst á.

5 thoughts on “Af hverju erum við ekki ofurvinsæl*?”

  1. Ég hef ekki hugmynd en færslan er upphaflega skrifuð 2001 eða 2002. Hins vegar má greina svipuð “trend” og hann er að ávarpa í niðurstöðum Trinity College könnunarinnar sem var að koma út fyrir tveimur vikum hér í BNA.

  2. Ertu að tala um þetta? Ég sé ekkert þarna um að “evangelicals” séu hataðasti hópurinn í Bandaríkjunum.

    Mig minnir nefnilega að það hafi komið út könnun nýlega (fyrra eða hittífyrra) þar sem trúleysingjar voru hataðastir. Finnst það (eða múhameðstrúarmenn eða samkynhenigðir) vera líklegri hópur.

  3. Það er rétt hjá þér, Hjalti að upptalning Spencer á óvinsælum hópum í BNA er ekki tæmandi, enda er það ekki megin inntak greinarinnar. Þarna niðri með evangelískum kristnum, fjöldamorðingjum og skattinum eru samkynhneigðir, Scientology, trúleysingjar og sjálfsagt margir fleiri. Það fer síðan eftir spurningunni og samhenginu hver fær neikvæða umsögn hjá 40% Bandaríkjamanna og hver er bara í 25% hópnum.

    “Trendið” sem ég er að vísa til og er megininntak Spencer að mínu mati er hins vegar að þolinmæði fólks gagnvart evangelískum kristnum er ekki mikið og virðist fara minnkandi skv. niðurstöðum Trinity College könnunarinnar. Spencer útskýrir ástæðu þess vel að mínu mati, hvort sem hann sleppir að nefna einhverja óvinsæla hópa eða ekki.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.