Skuldirnar okkar allra

Ég ákvað að skrá hér hjá mér skuldir ríkisins í íslenskum krónum skv. frétt mbl.is frá 15. janúar (evran var rétt um 170 krónur). Ég set upphæð erlendra lána í evrum innan sviga til að auðvelda mér að fylgjast með tölunum í framtíðinni.

Innlendar skuldir – 336 milljarðar

Endurfjárm. bankanna – 385 milljarðar

Tap v. skortsölu – 35 milljarðar

Fjárlagahalli 2009 – 154 milljarðar

Alls skortir því 910 milljarða íslenskra króna.

 

Erl. langtímaskuldir – 318 milljarðar (1,9 milljarðar evra)

Icesave skuldirnar – 695 milljarðar (4,1 milljarðar evra)

Veðlánatöp – 270 milljarðar (1,3 milljarðar evra)

FIH bankinn – 84 milljarðar (0,5 milljarðar evra)

Alls skortir því 1.367 milljarða (7,8 milljarða evra)

 

Hvaðan koma peningarnir?

Til að mæta þessu er lánið frá IMF og vinum okkar út í heimi upp á 644 milljarða króna (3,8 milljarða evra).

Eins kemur lán frá ICESAVE og Edge löndum upp á 695 milljarða (4,1 milljarð evra).

Fyrirvarar

  • Kostnaður vegna endurfjármögnunar bankanna gæti orðið mun hærri en 345 milljarðar króna.
  • Yfirvöld láta sig dreyma um að sala á ICESAVE eignum skili 445 milljörðum (2,6 milljörðum evra), sem gengur upp í lánið frá ICESAVE og Edge löndum.
  • Hugsanlega fást allt að 60 milljarðar (0,35 milljarðar evra) fyrir FIH bankann í Danmörku. Það verður að teljast fremur ósennilegt.