Geir Haarde
- Ekki leita blóraböggla, við skulum vinna sökudólga þegar við höfum komið á stöðugleika.
- Styrkja krónuna nr. 1.
- Þetta er tímabundið ástand.
- Útbúa sterkan gjaldeyrissjóð.
- Góðar viðræður.
- Formlegar viðræður um stöðugleika.
- Tveggja milljarða dollara lán frá IMF, til 2012-2015.
- Markmið er að endurvekja traust, styrkja ríkissjóð, styrkja krónuna og reisa bankana við.
- Þetta mun taka líklega um 10 daga. 800 milljónir dollara strax við samþykkt.
- Aldrei neitt klárt, fyrr en það er klárt.
- Það er verið að skoða frekari aðstoð annars staðar á sama tíma.
- Það eru engin skilyrði um uppgjör við Breta, önnur en að það sé í farvegi.
- IMF lánið kallar ekki á skattahækkanir.
- IMF getur ekki lánað Íslandi meira, vegna kvótareglna sjóðsins.
- Fall í þjóðarframleiðslu, meira atvinnuleysi, verðbólguóvissa, ríkissjóðshalli í nokkur ár.
- Rússalánið er ennþá á borðinu, en ekki jafnhátt og áður.
- Þjóðhagsspá er í vinnslu.
- Trúnaður um aðgerðir ríkissjóðs.
- Við gerum ráð fyrir að verðbólga fari hratt niður.
- Tilkynningin ætti að slá á gengisvandann.
- Kaupmáttarrýrnun 7,5% á þessu ári og sama á næsta ári fullyrt af blaðamanni. Geir tekur undir.
- Við munum ekki borga upp skuldir bankanna. En við borgum það sem ríkið er í ábyrgðum fyrir.
- Upphæðin er hærri, en ítrustu reglur IMF hljóða á um.
- Útflutningur er að aukast, innflutningur er að hrynja.
- Skammarleg vinnubrögð Breta.
Ingibjörg Sólrún
- IMF er mikilvægur sem festa í ólgusjó.
- Tækifæri til að takast á við erfiðleikana felst í IMF.
- Uppbygging samfélags sem hefur alþjóðlegt traust.
- IMF er miðlægur stöðumatsaðili, og vekur traust annarra.
- Ekki endanleg niðurstaða, heldur drög.
- Inntakið er ekki gefið upp. Stjórn IMF þarf að sjá þetta fyrst.
- Getur tekið vikur að klára þetta venjulega, en nú er hraðafgreiðsla sem getur tekið nokkra daga.
- Það er IMF sem bannar að inntakið sé gefið upp.
- Engin skilyrði sem við getum ekki sætt okkur við.
- Við viðurkennum ábyrgð gagnvart Bretum, en ekki upphæðir.
- Rannsókn þingnefndar með erlendri aðstoð.
- Endurskoðun lífeyrissjóðalaga er brýn.
- Engar þjóðskipulagslegar breytingar settar sem skilyrði fyrir IMF.
- Upphæðin skiptir ekki öllu máli, heldur opnunin sem þetta veldur gagnvart lántöku frá öðrum.
- Endurheimt orðstýrs í Bretlandi, ekki víst að málaferli séu best til þess fallin til að laga það.