Hlutfall skulda af veltu

Hér fyrir neðan sló ég á að í besta falli eru skuldir bankanna 4000 milljörðum hærri en eignir. Upphæð sem lendir á Ríkissjóði að glíma við, alla vega að hluta. Í versta falli er ástandið annað og alvarlegra. Skuldir bankanna umfram skuldir gætu allt eins verið 8000 milljarðar króna ef tryggingar fyrir eignum eru ekki burðugar. Eitthvað af skuldum bankanna lendir sjálfsagt á lánveitendum sem munu bera harm sinn en væntanlega ekki í hljóði, hversu mikið er alls óljóst. En höldum okkur við þá tölu sem ég tel að sé lægsta mögulega upphæð sem Ríkissjóður mun sitja uppi með eða 4000 milljarðar króna. Það er mjög bjartsýnt og ég veit það vel. Gefum okkur því næst að upphæðin fáist að fullu að láni frá IMF með 4,5% vöxtum sem er líklega ekki langt frá ávöxtunarkröfu IMF. Segjum sem svo að um jafngreiðslulán til 40 ára sé að ræða til að auðvelda vangavelturnar og þá fáum við út að afborganir á ári séu a.m.k. í kringum 215 milljarðar króna á ári. Tekjur ríkisins hafa undanfarin ár verið um 475 milljarðar króna og því er ljóst að skera niður um 45% í útgjöldum ef tekjur haldast óbreyttar, sem verður að telja ólíklegt í ljósi aukins atvinnuleysis og hruns heillar atvinnugreinar.

En segjum sem svo að við þurfum einvörðungu að skera niður sem nemur 215 milljörðum króna. Hvað þýðir það? Ég lagði til atlögu við Fjárlagafrumvarpið 2008 til að sjá hvað ég gæti skorið niður án þess að það kæmi með beinum hætti niður á grunnþjónustu samfélagsins. Mikilvægt er að taka fram að sumir þættir sem ég sker niður munu ekki líða með beinum hætti heldur færast yfir á almenning með einum eða öðrum hætti. Alls tel ég að hægt sé að skera niður um 93.600 milljónir króna á einum eftirmiðdegi ef algjörlega er horft framhjá hagsmunum frjálsra félagasamtaka sem ættu í raun að hafa metnað til að standa í fjarlægð frá ríkiskrananum og með því að afnema ýmiskonar sporslur sem auka flækjustig kerfisins. Ég lét heilbrigðiskerfið og menntakerfið að mestu í friði (skar reyndar niður Versló), þar sem það er yfirleitt mun flóknara en svo að hægt sé að horfa á línuna í fjárlagafrumvarpinu og segja annað hvort inn eða út. Hins vegar þyrfti að fara mjög ítarlega í gegnum þá liði einnig. Alla vega er ljóst að það er hægt að skera verulega fitu af fjárlögum ef neyð kallar á það. 93.600 milljónir duga skammt til að dekka 215.000 milljóna afborgun á ári, en er þó alltaf í áttina. Hér fyrir neðan er upptalning á þeim liðum sem gætu hvað auðveldast horfið úr ríkissjóði.

  • Forseti Íslands      196    Lagt niður, Ólafur má halda titlinum og ef Dorrit vill kaupa Bessastaði, þá er það bara fínt.
  • Alþingi              1.200    Allur stofnkostnaður og þróunarkostnaður lagður af, fækkun þingmanna um 30, aflögð framlög til þingflokka
  • Ríkisstjórn           165    30% niðurskurður
  • Forsætisráðun.    310    Niðurskurður allra gæluverkefna og sérsjóða, norræna ráðherranefnd., stofnk. bygginga og hvaðeina.
  • Menntamálar.   1.301    Háskólinn á Akureyri
  • Menntamálar.      385    Hólaskóli
  • Menntamálar.      275    Háskólinn á Bifröst
  • Menntamálar.   1.859    Háskólinn í Reykjavík
  • Menntamálar.      160    Markaðsáætlun á sviði vísinda og tækni
  • Menntamálar.      723    Stofnkostnaður framhaldsskóla
  • Menntamálar.        49    Hússtjórnarskólar
  • Menntamálar.      837    Verslunarskóli Íslands
  • Menntamálar.     898    Ýmis söfn og listasjóðir
  • Menntamálar.     632    Kvikmyndamiðstöð Íslands
  • Menntamálar.     898    Listir, ýmis framlög
  • Menntamálar.     243    Æskulýðsmál
  • Menntamálar.     485    Íþróttamál
  • Menntamálar.     634    Óskilgreind eyðsla
  • Utanr.ráðun.             8.000    Allt burt nema SÞ, Alþjóðasjóðir og skrifstofa sem yrði skorin við nögl.
  • Sjávarútv./landb.    14.000    Hafró og rannsóknarstöfur haldi sér, annað ekki
  • Dómsmálaráðun          248    ýmis verkefni
  • Dómsmálaráðun       1.474    Þjóðkirkjan
  • Dómsmálaráðun          284    Kirkjumálasjóður
  • Dómsmálaráðun            90    Kristnisjóður
  • Dómsmálaráðun       2.220    Sóknargjóld
  • Dómsmálaráðun          367    Jöfnunarsjóður sókna
  • Félagsm.ráðun.            106    Ýmislegt
  • Félagsm.ráðun.            300    Leiguíbúðir
  • Félagsm.ráðun.         1.276    Framkv.sj. aldraðra
  • Félagsm.ráðun.              25    Félagsm.sk. alþýðu
  • Félagsm.ráðun.         1.050    Félagsmál, ýmislegt
  • Heilbrigðisr.                299    Lýðheilsustöð
  • Heilbrigðisr.                800    Bygg. hátæknisjúkrah.
  • Heilbrigðisr.                602    SÁÁ
  • Heilbrigðisr.             1.172    Heilbrigðismál, ýmis
  • Fjármálar.                8.800    Barnabætur
  • Fjármálar.                5.880    Vaxtabætur
  • Fjármálar.                1.500    Fyrrum varnasvæði
  • Fjármálar.                   200    Ríkisstjórnarákvarðanir
  • Fjármálar.                   850    Ýmislegt
  • Samg.ráðun.               365    Ýmis verkefni
  • Samg.ráðun.          24.637    Stofnkostnaður
  • Samg.ráðun.             2.072    Hafnir stofnkostn.
  • Samg.ráðun.            1.824    Flugvellir stofnkostn.
  • Samg.ráðun.               366    Ferðamálastofa
  • Iðn.ráðun.                  383    Nýsköpunarmiðstöð
  • Iðn.ráðun.                  600    Tækniþróunarsjóður
  • Iðn.ráðun.                  259    Samtök iðnaðarins
  • Iðn.ráðun.                  202    Iðja og iðnaður
  • Iðn.ráðun.                  826    Byggðaáætlun/Byggðastofnun
  • Iðn.ráðun.                  391    Ferðamálastofa
  • Iðn.ráðun.                  292    Ýmis ferðamál
  • Umhverfisr.                293    Ýmis verkefni
  • Umhverfisr.                  15    Náttúrurannsóknarst. við Mývatn
  • Umhverfisr.                312    Skógrækt
  • Umhverfisr.                  33    Stofnun Vilhjálms Stef

2 thoughts on “Hlutfall skulda af veltu”

  1. Skv. Bloomberg er gert ráð fyrir að allt að $57 milljarðar af skuldum bankanna verði látnar gjaldfalla og verði ekki greiddir. Það er rétt um 7000 milljarðar íslenskra króna. Ef svo er þá er í fyrsta lagi ástandið verra en ég taldi í fyrri færslu en það jákvæða er að skuldin lendir ekki sjálfvirkt á íslenska ríkinu. Hvað sem síðar verður.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.