Ég hélt ég myndi seint gerast rannsakandi hebreskra sagna, en stundum þarf að gera meira en gott þykir. Þannig ákvað ég að nota fyrsta pappírinn af 10 í Gamlatestamentisfræðum hér í TLS, og skoða orðið “hógværð” í Míka 6.8. Mér til undrunar lærði ég fljót að nafnorðið hógværð er í raun þýðing á sögn í hebresku sem ég treysti mér ekki að skrifa. Þessu næst ákvað ég að skoða hvar þessi ágæta sögn kemur fyrir annars staðar í hebresku og niðurstaðan var 0. Ég hugsaði sem svo að hægverska væri nú varla svo sjaldgæf í GT, svo til að leita annarra hebreskra orða sömu merkingar fór ég öfuga leið og leitaði að orðinu hógværð, demutig, ydmygt, ydmykt og ödmjukhet í GT. Þessi orð koma öll fyrir öðru hvoru, sér í lagi ýmsar útgáfur af demutig, en mér til skelfingar sjaldnast í sömu versum. Þannig að mér varð lítið ágengt í þessari athugun minni, enda hógvær og af hjarta lítillátur og gafst því upp. Ég hins vegar skrifaði um leit án árangurs ágætan pappír sem ég mun skila á eftir.
Svo safnarðu öllum pappírunum saman í lokinn í einn pappírs-pésa (e. disertation)