Í dag fékk ég staðfestingu á áframhaldandi námi við Trinity Lutheran Seminary. En næstu 1-2 árin mun ég vinna að námsgráðu sem heitir Master of Sacred Theology (S.T.M.), en um er að ræða framhaldsgráðu í guðfræði, eftir M.Div. eða hefðbundið meistaranám. Hægt er að nýta S.T.M. gráðuna sem hluta af Ph.D. námi við Lutheran School of Theology in Chicago, en það er þó ekki stefnan eins og er.
Áherslan í rannsóknarverkefninu mínu verður að öllum líkindum samspil kirkjufræða (Ecclesiology) og leiðtogakenninga, en sá annmarki er á fjölmörgum kenningum um leiðtoga og stjórnun sem notaðar eru í kirkjustarfi að þær eru á stundum lítt eða illa tengdar eldri hugmyndum um eðli kirkjunnar. Vissulega eru frasar eins og almennur prestsdómur notaðir í leiðtogatextum og í markmiðsplöggum, en merkingin er ekki alltaf skýr. Þannig mætti spyrja hvort að SVÓT og árangursmiðuð skorkort séu heiti kirkjufræða 21. aldarinnar.
Um námið
Trinity Lutheran Seminary offers a Master of Sacred Theology (S.T.M.) degree program to a limited number of candidates. The program is intended for those persons whose interests lie in pursuing an advanced theological degree with emphasis upon study of an academic nature. The seminary believes that the scholarly vocation is a gift to the ministry of the church. Because theology can never properly be separated from its relationship to mission and ministry, the S.T.M. degree aims at enriching both scholarly and pastoral competency. It is thus an appropriate program for both parish pastors and those whose goals include further graduate study on an advanced level.