Adam Bremensis og Dómarabókin

Í þá daga var enginn konungur í Ísrael. Hver maður gerði það sem honum vel líkaði. (Dómarabókin 21.25)

Fyrir rúmu ári heyrði ég sérfræðing í norrænum fræðum tala um skrif Adam frá Brimum (Adam Bremensis). En fræðimaðurinn nefndi stuttlega að Adam hefði tiltekið í annálum sínum að Íslendingar hefðu engan konung og ályktað eitthvað út frá því.

Þar sem Biblíufræði eða íslensk kirkjusaga eru ekki hluti af aðaláhugasviði mínu, enn síður bókmenntafræði og ég les ekki latínu, gerði ég ekkert með þessa ábendingu, annað en að velta stuttlega fyrir mér hvort að finna mætti samsvörun á milli þessara orða Adams og loka Dómarabókar annars vegar og umfjöllunar um ákvörðun Snorra og 1. Sam 8 hins vegar.

Þetta er reyndar fremur langsótt allt saman, en samt verðugt verkefni fyrir einhvern að skoða.