Skýrsla um trúarlega aðkomu í grunnskólum og leikskólum

Vantrú.is bendir á nýútkomna skýrslu um trúarlega aðkomu í grunn- og leikskólum. Um leið og niðurstöður skýrslunnar eru að mörgu leiti áhugaverðar hlýtur kirkjan að taka til alvarlegrar skoðunar þá mikilvægu niðurstöðu fyrir leikskólann að

Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópnum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra.

Ég hef reyndar haldið á lofti þeirri skoðun að ekki sé nauðsynlegt að öll börn geti tekið þátt í öllu starfi, fjölbreytni og viðurkenning á henni sé ekki nauðsynlega slæm, en niðurstaða skýrslunnar er önnur.

Það er mikilvægt að kirkjan gangist við niðurstöðu nefndarinnar og bregðist við á þann hátt að greina skýrt á milli starfs á vettvangi frítímans annars vegar og verkefnum á skólatíma hins vegar. Eins þarf kirkjan að endurskoða alla upplýsingagjöf um starf sitt og finna leiðir til að bjóða upp á öflugt starf á vettvangi frítímans til að mæta nýjum aðstæðum.

Hér er um enn eitt skrefið til aðskilnaðar ríkis og kirkju, og mikilvægt að kirkjan líti á þetta sem tækifæri til endurskoðunar á áherslum en ekki sem árás á farsælt samstarf.

6 thoughts on “Skýrsla um trúarlega aðkomu í grunnskólum og leikskólum”

  1. Sæll Elli. Ég sé að umræðan um fermingarfríið er ekki lengur aðgengileg á annálnum þínum (og svo sem ekki heldur önnur umræða sem horfin er af forsíðu annall.is).
    Mér finnst það mjög bagalegt enda hefði ég viljað blogga um moggafrétt um þetta mál og vísa til umræðunnar sem fór hér fram fyrir skemmstu. Er hægt að kippa þessu í liðinn?
    (sjá http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1305666)

  2. Óskandi væri að menn innan kirkjunnar væru almennt jafnskynsamir og Halldór Elías.

    Í 24 stundum í dag(bls.2) segir: “Niðurstaða Halldórs Reynissonar á fræðslusviði Biskupsstofu er sú að farið verði í fermingarfræðsluferðir á skólatíma, hér eftir sem hingað til, en foreldrar þurfi að biðja um leyfið.”

  3. Ég verð að viðurkenna Reynir að skynsemi mín er takmörkuð og ég sé ekki vandamálið sem er fólgið í því að foreldrar fái frí í 2 daga af 1800 til að taka þátt í trúarlegu starfi. Þannig að ég er sammála nafna mínum Reynissyni um fermingarferðalögin og hef bloggað um það áður (sjá vísun í síðustu færslu).

  4. Halldór Elías, ég efast ekkert um takmörk skynsemi þinnar, þau koma ágætlega fram í svari þínu. Á hinn bóginn sýnir þú meiri skilning og vilja til að virða lög og rétt en margir kollegar þínir í pistlinum sjálfum. Það er lofsvert.

Comments are closed.