Skírn

Í tíma í Pastor as Leader var ekki bara rætt um kosti og galla Facebook sem hjálpartækis í safnaðarstarfi, heldur var nokkuð rætt um skírnina og guðfræðileg álitamál sem upp kunna að koma. Á Íslandi hefði þessi umræða verið óþörf enda öllum spurningum svarað með lögum frá 27. júlí 1771.

… höfum Vér allramildilegast ákveðið … að foreldrarnir skuli vera sjálfráðir um það, eftir því sem heilsa barnsins og ástæður útheimta, bæði hvort þau láta skíra það heima, en prestur má eigi synja um það, ef hann er þess beðinn, og hvort þau síðan bera það í kirkju, ef það verður gert án þess að lífi barnsins eða heilbrigði sé stofnað í hættu; foreldrunum skal þó eigi vera skylt að gera það innan nokkurs tiltekins tíma …

Ég veit að einhverjum þykir prýði að konungstilskipunum um skírn og fermingu í lagasafninu, e.t.v. voru hæstaréttardómararnir að vísa til þeirra í dómi sínum gegn Ásatrúarfélaginu, en lög sem eru markleysa, enginn fer eftir og eiga ekki við í dag eru engum til gagns.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.