Þegar ég var búin að pirra mig á því í rúman klukkutíma að ABC-6 væri að sýna USC-Washington á PrimeTime en ekki OSU-Minnesota, uppgötvaði ég espn360.com. En þar sem við erum með nettenginguna hjá AT&T er hægt að horfa á útsendingu ESPN á fjölmörgum íþróttaviðburðum á netinu. Þannig er HM í knattspyrnu kvenna snemma í fyrramálið og síðan get ég valið um alla helstu leikina í meistaradeildinni í beinni á þriðjudag og miðvikudag.
Meira að segja er hægt að streyma allt að 5 leiki í minni gæðum í smámynd meðan horft er á 6 leikinn. Enn ein frábær ástæða fyrir að hafa ekki kapal. Nú get ég lagst upp í rúm og horft á OSU valta yfir Minnesota.
Annars er ABC með alla framhaldsþætti á vefnum, NBC býður upp á svipaða þjónustu og Comedy Central einnig (Jon Stewart).
Hljómar eins og þú sért fallinn fyrir tækninni í BNA og komir ,,aldrei” aftur til Íslands /-;