Launamunur kynjanna

Ég sit og les um kynlífssið- og guðfræði hjá múslímum og hvernig félagslegt umhverfi mótar trúarskoðanir á því sviði. Mér flaug af þeim sökum í hug hvers vegna til sé hópur fólks í vestrænu samfélagi eins og Íslandi, sem telur það skyldu sína að berjast gegn umræðu um launamun kynjanna. Þegar fréttir og umfjöllun birtist um launamun kynjanna, sem reyndar eru misvandaðar, þá er alltaf hópur sem kemur fram og segir launamuninn minni en rannsóknir sýna, telja að þetta sé heimskulegt umræðuefni og virðast trúa því að ástandið sé besta ástand allra tíma.

Á sama hátt virðist til hópar sem berjast gegn umhverfisvernd, aðallega með því að ráðast að þeim persónum sem hafa slegið sig til riddara á því sviði. En umhverfisverndin er reyndar útúrdúr.

En launamunur kynjanna er merkilegur veruleiki sem er til staðar hvort sem hann er 13% eða 30%. Ætli hópurinn sem berst gegn umræðunni trúi því að 13% munurinn sé líffræðilegur?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.