Eins og Mr. Moore bendir réttilega á virðist Hillary Rodham Clinton hafa selt sál sína, enda er forsetastóllinn í BNA í boði. Hugmyndir HRC ganga út á það að skylda alla íbúa BNA til að kaupa sjúkratryggingu á frjálsum markaði og niðurgreiða tryggingar þeirra sem skortir til þess fé. Þannig fitna tryggingafyrirtækin enda öllum íbúum ríkisins skylt að borga þeim stórfé og þess utan mun ríkistjórnin í BNA leggja fé til þessara fyrirtækja. Í landi þar sem eftirlitsstofnanir eru litnar hornauga, mun þetta hugsanlega leiða til stórhagnaðar tryggingafyrirtækja á kostnað þjónustu og kostnaður ríkisvaldsins mun rjúka upp úr öllu valdi.
Það er einfaldlega svo að einkavædd skyldusjúkratrygging gengur ekki upp, ef hugmyndin er að sjúklingar njóti vafans/öryggis. Það þarf ekki nema eitt námskeið í hagfræði til að sjá að markaðsbrestir þegar kemur að sjúkratryggingum eru svo verulegir að einvörðungu ríkisvaldið ræður við að tryggja þegna sína.