Sérfræðingur

Ég sá á heimasíðu Healthy Congregations að starfstitill minn er sérfræðingur. Það lítur ekki illa út á ferilskránni að hafa verið Project Specialist hjá Healthy Congregations.

Rétt er að taka fram að ég ber ekki ábyrgð á hljóðinu sem heyrist á heimasíðunni. Ég hef reynt að nota áhrif mín hjá fyrirtækinu til að fjarlægja hljóðvídusana, en var borinn ofurliði af jákvæðum viðbrögðum viðskiptavina.

4 thoughts on “Sérfræðingur”

  1. Starfið mitt felst í að leysa hvers kyns verkefni sem framkvæmdastjórinn felur mér. Þannig hef ég verið að útbúa matsblöð fyrir ráðstefnur, leita í gagnagrunnum og uppfæra upplýsingar um nýjar bækur og greinar á sviði Family Systems og kenninga Bowen um stjórnun. Þetta gefur mér kost á að lesa ýmislegt spennandi og taka þátt í áhugaverðum umræðum og árangur og aðferðir. Það verður hins vegar að segjast að titillinn einn og sér er flottari en verkefnin sem ég sinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.