Salaries as a social accepted way to complain!
Í umræðum í tíma í Organizational Behavior í kvöld var umræða um launamál og starfsánægju. Þar kom m.a. fram að há laun eru að jafnaði ekki líkleg til að auka starfsánægju en geta verið liður í að draga úr óánægju í starfi. Kennarinn benti á að þegar til staðar er vanlíðan í starfi þá séu kvartanir vegna lágra launa félagslega samþykkt leið til að fá útrás fyrir vanlíðan.
Mér þótti þetta sérstaklega áhugavert í ljósi þeirrar launaumræðu sem ég hef tekið þátt í.
Áhugavert. Myndir þú taka undir þetta út frá þeirri umræðu sem þú hefur tekið þátt í?
Að einhverju leiti, já. Hins vegar er ekkert óeðlilegt við það að fólk berjist fyrir hærri launum.