Fléttulistar

Staða Samfylkingarinnar er hálfkómísk skv. könnun Fréttablaðsins 22. apríl, en þar lítur út fyrir að konur á Alþingi verði fleiri en nokkru sinni 25 af 63 þingmönnum (39,5%). Vissulega má gera betur, en enn eitt skrefið er stigið.
Reyndar er merkilegt að hlutfall kvenna í þingflokki lækkar, verður aðeins 33% og dregur því meðaltalið nokkuð niður, ekki síður merkilegt er hlutfall Sjálfstæðisflokksins 43,3% sem gefur til kynna sterka sveiflu kvenna í flokknum, hlutfall VG er sjálfsagt minnstu tíðindin 7 af 13 (54%), jafnara verður það ekki. Það er hins vegar Samfylkingin sem hlýtur að vekja upp sterkar spurningar. Þar er gert ráð fyrir 14 þingmönnum, þar af 3 konum (21%). Þetta er lægra heldur en hlutfallið er á Alþingi í dag, Þetta gerist hjá flokki sem hefur haldið úti “besserwisser” gagnrýnisröddum m.a. á sjálfstæðisflokkinn vegna stöðu kvenna þar, en raðar síðan jakkafataklæddu körlunum þannig á lista að konur hafa lítið svigrúm.
Auðvitað verður þetta ekki endanleg niðurröðun, konum í þingflokki Sjálfstæðismanna fækkar á kosningakvöld og einhverjar konur í neðri sætum Samfylkingarinnar banka á, en samt sem áður, þá er svona uppsetning á hugsanlegum þingmönnum fylkingunni skaðleg.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.