Þegar sonur minn braut skjáinn á iBook-vélinni minni á Gamlársdag, ákvað ég að vera fartölvulaus þar til Hlébarðinn kæmi í upphafi vormisseris, enda vel hægt að vera skrifborðsbundinn í mánuð eða tvo, og fá í staðinn fullkomið back-up kerfi og möguleikann á Boot-Camp fyrir Linux innbyggt í stýrikerfið. Nú er komið fram í apríl, hlébarðinn liggur enn í dvala og sinaskeiðabólgan að drepa mig ef ekki væri fyrir keiluhanskann á hægri hendi.
Það er því ljóst að fyrst hlébarðinn ætlar ekki að rísa úr dvala fyrr en í október, þá er fátt að gera annað en keyra upp í Easton eftir helgi og kaupa MacBook, losna úr fjötrum skrifborðsins og e.t.v. henda keiluhanskanum. Backup-ið býður þá bara fram á haust, og ég þarf hvort eð er ekkert á linux að halda.