Stjórnarskrárbreytingar

Þrátt fyrir að demókratar hafi sótt mjög á í dag, er ekki víst að dregið hafi úr krafti “hinna sannkristnu” hér í “fyrirheitna” landinu. Líklega er hægt að halda því fram repúblikarnir hafi brugðist hinum “kristnu” fremur en að líberalisminn hafi haldið innreið sína. Þetta má sjá m.a. í því að íbúar sjö ríkja samþykktu að breyta stjórnarskrá sinni í dag og skilgreina nú hjónaband sem samband karls og konu (og ekkert annað). Reyndar virðast Arizonabúar hafa felt breytinguna í áttunda ríkinu þar sem breytingin var lögð fyrir.
Íbúar Missouri höfnuðu stofnfrumurannsóknum en hins vegar var hækkun lágmarkslauna samþykkt víðast hvar enda ekki lengur talið líberal að berjast gegn fátækt.
Reyndar er íhaldsemin ekki algjör enda höfnuðu íbúar South Dakota lagasetningunni um bann við fóstureyðingum og vesturströndin, California og Oregon, höfnuðu einhvers konar foreldrasamþykki sem skilyrði fyrir fóstureyðingum.