Kim fjallar á áhugaverðan hátt um það að tilraunir til að skilgreina Guð eru til þess eins gerðar að smætta hann og gera hann að einhverju öðru en Guði. Ég veit ekki hvort ég tek undir orðin, en áhugavert engu að síður.
3 thoughts on “Um skilgreiningar á Guði”
Comments are closed.
Ég vil minna á bók Ernst Boch (læriföður Moltmanns), Atheismus im Christentum í þessu sambandi. Þar bendir hann m.a. á að í eitthvert fyrsta skipti sem kristnir menn voru nefndir á nafn í fornum heimildum, voru þeir kallaðir guðleysingjar. Þeir trúðu á mann, sem þeir kölluðu Krist, ekki á Guð. Kannski er það hið eina lógíska, þ.e. að tala um raunkristna menn sem guðleysingja?
Snerist þetta ekki líka um það að þeir neituðu að tigna keisarann sem Guð? Mér finnst að ég hafi einhvers staðar lesið það.
Jú, einmitt. Hinir kristnu trúðu á mann en ekki guði samfélagsins eins og keisarann, sem var dýrkaður sem guð. Því þetta nafn: a-theistar eða ó-guðlegir, sem þýtt er á íslensku sem guðleysingjar.