Eins og allir vita þá er gífurlega mikilvægt að baráttuslagorð stuðli og séu grípandi. Af þeim sökum er það gleðilegt að Salvar Geir Guðgeirsson veðuráhugamaður kjósi að sækja um prestembætti á Suðurlandi, enda myndi slagorðið Salvar á Vestfirði alls ekki hljóma jafnvel.
En burtséð frá mikilvægi þess að baráttuslagorð stuðli og grípi, þá er gleðilegt að góðmennið og guðfræðingurinn Geir Guðgeirsson hafi ákveðið að sækja um Odda á Rangárvöllum. Salvar hefur nú um margra ára skeið sinnt æskulýðnum í Rangárvallasýslu með reglulegum kristilegum fundum á Hellu og það væri honum og æskulýðsstarfi á landsbyggðinni góð og mikilvæg viðurkenning ef hann yrði kallaður af valnefnd og biskup.
En ég er að sjálfsögðu ekki hlutlaus, enda allt senn mikill félagi mannsins, samstarfsmaður til margra ára og yfir mig upptekinn af æskudýrkun og æskulýðsstarfi á kristilegum grunni.
Veistu það, Halldór, að það eru nokkrir “Salvarar” við Ísafjarðardjúp og hinir mestu dugnaðarmenn. Mér heyrist að þessi Salvar Geir myndi passa vel inn í samfélag okkar Djúpmanna. Maður með svona nafn á jafnvel enn betur heima við sjávarsíðuna heldur en uppi í miðju landi. Fleiri Salvara á Vestfirði, takk!
Fór í smá rannsóknarvinnu til að kynna mér einn umsækjendann sem mér skilst að sé líkleg til að hneppa hnossið. Sá á heimasíðu hennar að hún hefur átt “fjölmarga fundi” með sóknarnefndinni, þó svo að umsóknarfrestur hafi runnið út nú fyrst í byrjun vikunnar. Já, sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Tekið skal fram að viðkomandi hefur ekki starfað sem prestur. Þetta vekur upp spurningar um lobbýisma og hvort farið sér að skráðum leikreglum. Kirkjan komst í kastljósið nú fyrir stuttu vegna vals á sóknarpresti í Keflavík og þótti fáum gott. Þá var hvítasunnumaður ráðinn rektor Skálholtsskóla en þeirri stofnun er ætlað að standa fyrir fræðslustarfi á vegum hinnar evangelísk-lúthersku þjóðkirkju. Nú á kirkjan til starfsreglur um val á prestum: “Við mat á hæfni umsækjenda skal valnefnd m.a. líta til menntunar þeirra, starfsaldurs, starfsreynslu og starfsferils.” framhald
Í þessum starfsreglum er einnig tekið fram að biskup skuli setja leiðbeinandi reglur fyrir valnefndir. Þær voru eitt sinn við lýði en svo virðist sem engar slíkar leiðbeinandi reglur séu lengur til, aðeins starfsreglurnar (þó svo að sagt sé: “Biskup skal”). En þær nægja svo sem og ættu að koma í veg fyrir þann lobbýisma sem stundaður er, ekki bara í þessu tilviki, heldur almennt þegar veita á prestsstarf innan þjóðkirkjunnar. Já, kirkjunni gengur prýðilega að vera ljós heimsins, eða eigum við kannski frekar að segja villuljós?
Afsakið, ég biðst forláts á fullyrðingum mínum hér að ofan um að einn umsækjandinn um Oddaprestakall hafi átt fjölmarga fundi með sóknarnefndinni þar(?). Þetta byggðist á slæmum misskilningi! Umsækjandinn átti í endalausum fundum við sóknarnefndina … í huganum :-(( Ég hef þó sitthvað mér til afsökunar. Fyrst og fremst píslarvætti til margra ára og svo bölvaða flensu þessa daganna sem gerir það að verkum að maður getur lítið hugsað, hvað þá skýrt ;-))