ÍBV umfram Columbus Crew

Það verða að teljast tíðindi þegar leikmaður á borð við Andy Mwesigwa ákveður að velja Vestmannaeyjar fremur en Columbus, Ohio til búsetu. Það er hugsanlega rétt að Columbus verði seint talið miðpunktur heimsins, en Vestmannaeyjar? Hverju var eiginlega logið að manninum?
Við Crew-aðdáendurnir hér í Bexley, glottum við tönn og óskum Andy góðrar skemmtunar í saltrokinu og rigningunni.

6 thoughts on “ÍBV umfram Columbus Crew”

  1. Óli Jói, hefurðu einhvern tímann verið í Vestmannaeyjum? Ég tek undir að fátt stenst samanburð við rokið og rigninguna þarna :-).

  2. Tuh, rigning er bara afleiðing mikilla hita og hvað gerir það þó það sé stundum golukorn – svo er líka að koma nýtt knattspyrnuhús til Eyja – hvað hefur þitt byggðarlag að bjóða?

  3. Við bjóðum upp á 20+ gráðu meðalhita og sólskin 8-9 mánuði á ári. Knattspyrnuvöll sem tekur 22.555 manns í sæti (þrefalt meira en Laugardalsvöllurinn). Ég hef einu sinni lent í golu hér á fjórum mánuðum og fólk kallaði það rok. Hér þarf sem sé ekki knattspyrnuhús, nema þá helst til að verjast hitanum. Ef við lítum sérstaklega til knattspyrnuiðkunar, þá er þess að geta að boltinn helst jafnþungur yfir leik (þyngist ekki vegna rigningar) og litlar líkur eru til þess að það þurfi að sækja hann út á sjó ef rokið tekur hann í útsparki.

  4. Jah, venjulegir menn setja veðrið ekkert fyrir sig – hann vill taka þátt í að spila með heimsklassa liði, með gífurlegan metnað sem mun hampa meistaratitli eftir tímabilið! ÍBV er stórlið, hver man ekki eftir því þegar við næstum unnum Stuttgart 97?

  5. Þrátt fyrir skýrar reglur er varðar mótahald hjá Handknattleikssambandi Íslands er útséð með að lið Þórs mætir ekki til leiks í dag í Vestmannaeyjum þar sem leikur ÍBV og Þórs í DHL deild karla átti að fara fram. Ástæður þess er að lið Þórs átti bókað flug kl.12:30 til Vestmannaeyja og var þá orðið ófært. Handknattleikssamband Íslands á því ekki aðra kosta völ en að flauta leikinn af og dæmist ÍBV sigur 10:0. Fréttatilk. frá HSÍ 29.4.2006

    Veðrið hefur áhrif á íþróttaiðkun í Vestmannaeyja þrátt fyrir að spila eigi innanhús.

Comments are closed.