Nú styttist óðfluga í að ég, Hansi og Magga höldum til klaustursins Panagia Soumela í nágrenni Vería í Grikklandi. Þar munum við taka þátt í spennandi samræðum undir yfirskriftinni, “Intercultural and inter-religious Dialogue avoid conflicts. Þarna verða fulltrúar frá SYNDESMOS, Heimssambandi ungra Orthodoxa, FEMYSO, vettvangi múslimskrar æsku og stúdentahreyfinga og síðan frá EYCE, Samkirkjuráði ungs fólks í Evrópu. Vettvangur ungs fólks hjá Evrópuráðinu styrkir verkefnið.
Það er alltaf gaman að taka þátt í góðu spjalli og alveg ljóst að ég mun læra eitthvað gagnlegt í næstu viku. Ég er reyndar ekki viss um þetta með árekstraleysið.
Ég er ekki sannfærður um að menn þurfi að óttast átök (“conflicts”). Heiðarleg glíma stælir, styrkir og veitar mikilvæga innsýn í möguleika og takmörk þeirra sem glíma. Þegar fólk af ólíkum trúarbrögðum tekst á skynjar það betur fyrir hvað það stendur og hvað það er í framsetningu og innihaldi sem þurfi endurskoðunar við. Öðru máli gildir um ofbeldið. Yfirskriftin ætti því fremur að vera “…Dialogue and conflicts – avoid discrimination and violence”! Eða hvað? er þetta orðhengilsháttur í mér?
Hjartanlega sammála Skúla þarna. Þið ættuð kannski að árétta þetta á þessu málþingi og fá fram umræður (átök) um það.
Ég held reyndar að “conflicts” sé í huga þeirra sem að málþinginu standa mun sterkara orð en árekstrar eða munnleg átök. Enda er orðið notað um ástandið víða í miðausturlöndum. Dialogue er hins vegar þau átök sem þið félagar Birgir og Skúli kallið eftir, átök í formi orða.
Þú afvegaleiddir okkur sjálfur, Halldór, með þessu hér:
Eða býstu kannski við að menn verði þarna með alvæpni dritandi í allar áttir?
Já, ég veit að orð mín voru misvísandi. En það gladdi mig hins vegar að sjá að Birgir og Skúli voru sammála. Það hlýtur að vera gott upphaf á málþingi þar sem komið er inn á sættir mismunandi menningarheima 🙂
Mæli með Ouzo kvölds og morgna, slikt gerir Grikklandsdvöl að ógleymanlegri skemmtun, serstaklega ef maður a að vera staddur a leiðinda malþingi
Ekki spurning: Þið verðið að leyfa okkur sem heima sitjum að fylgjast með TAKK!
Tvi midur ekkert netsamband i grisku fjollunum. En vid gerum grein fyrir stodu mala tegar vid komum heim.