Þar sem kjörstöðvum lokaði ekki fyrr en um 3 klst á eftir áætlun í Columbus, Ohio og her lögfræðinga á þeim bæ tók að sér að efast um fjölda nýskráðra kjósenda, liggur fyrir að lokaniðurstöður kosninganna í BNA liggja ekki fyrir fyrr en eftir 7-11 daga. Ef síðan atkvæðum hinna nýskráðu verður hafnað, er hætt við að háskólastúdentar við OSU verði í málaferlum á kostnað demókrataflokksins eitthvað fram í jólaprófin.
Annars vantar enn lokatölur úr fjórum ríkjum:
- New Mexico (5) þar sem Bush leiðir með 5.822 atkvæðum og ótalin atkvæði eru minna en 65.000 atkvæði.
- Wisconsin (10) þar sem ótalin eru minna en 300.000 atkvæði og Kerry leiðir með 12.321 atkvæði.
- Iowa (7) þar sem ótalin atkvæði eru innan við 150.000 og munurinn er 14.634 atkvæði Bush í hag
- Loks er það Ohio (20), þar er munurinn 145.098 atkvæði og ótalin eru um 250.000, mikinn part atkvæði sem lögfræðingar repúblikanna reyndu að stöðva.
Þannig að nú verða ekki fleiri færslur um þessar kosningar hér fyrr en eftir 7-11 daga, nema stjórnvöld í Ohio ákveði að stöðva endanlega atkvæði OSU stúdentanna.
Rétt er að taka fram að fari kosningar í BNA á þann veg sem tölurnar núna leiða líkum að munu færslur vegna bandarískra stjórnmála í framtíðinni falla undir liðinn Trúmál hér á síðunni.
Kerry búin að hala inn Wisconsin.
Munurinn í Ohio er núna 136.221 atkvæði. Þessu er líklega lokið fyrir demókratana tvo, en ég velti fyrir mér hvort það sé hjálp í því að 54% íbúa Franklin County kusu Kerry. 🙂