Ætlaði að taka forskot á Dan Rather og horfa á kosningasjónvarp Stöðvar 2 þar til hann tæki við á RÚV. Gafst upp eftir 10 mínútur. Finnst virkilega einhverjum það spennandi sjónvarpsefni að sjá Egil Helgason segja brandara um asnalegt kosningakerfi, sem n.b. er búið að ræða í kjölinn síðustu mánuði.
Síðan er getur hvor frambjóðandi um sig fengið 269 kjörmenn, hehehehehe. Þá þarf fulltrúadeildin að velja forseta, hehehehehehe og öldungadeildin varaforseta og hehehehehehehe og þetta er bara vitleysa hehehehehehe.
Þetta er svona álíka sorgleg umræða og innlegg Jakobs Frímanns um þátttöku poppara í stjórnmálabaráttunni vestra. Þar sem hann hélt því fram að G.W. Bush væri á sama þroskastigi og 11 ára krakki.
Ég minni enn einu sinni á orð góðs manns:
Eina leiðin fyrir Demókrata til að vinna kosningarnar, er að viðurkenna að G.W. Bush er ekki vitlaus heldur fluggáfaður með færa ráðgjafa. Hugmyndir hans eru hins vegar stórhættulegar.
Ég vona hins vegar að Kerry hafi þetta, annars þarf ég hugsanlega að bakka með fullyrðingu mína um að ég flytji ekki til BNA meðan G.W. Bush sé forseti.
Ertu semsagt á leið til Bandaríkjanna?
Skv. Mbl.is er staðan 39-3 fyrir Bush, þannig að þetta er alls óvíst. Annars er lausnarorðið Ohio. Konan mín er hugsanlega á leið í doktorsnám í tölfræði þar og mér sýnist á öllu að íbúar Ohio ráði úrslitum í þessum kosningum.
Ég hallast á sveif með þér í þessu efni. En þetta er ennþá æsispennandi þegar þetta er skrifað.
Þetta fór eins og ég hafði spáð. En mér finnst að það eigi ekki að hafa áhrif á það hvar þið lærið. Háskólarnir eru oft einu útópísku hverfin sem finnast í henni veröld. Það sagði hinn mæti Edward Said allavega.