Prestakallið á Árnesi var lagt niður um mitt ár 2002 og nú þjónar sóknarpresturinn á Hólmavík öllum 60 íbúum sóknarinnar. Kirkjurnar eru tvær á Árnesi, sú eldri byggð 1850 og sú síðari 1991. Erfitt er að sjá hvers vegna sú síðari var byggð, en frá prédikunarstóli eldri kirkjunnar sem tekur alla íbúa sóknarinnar í sæti blasir nýja guðshúsið við.

Hugguleg mynd! Heldur för þín um Vestfirði áfram?
Ég er kominn heim og árlegri Vestfjarðaferð fjölskyldunnar lokið.