Nokkuð hefur verið rætt um framkomu við fanga sem Bandaríkjamenn hafa í haldi á erlendri grund. Í upphafi var sökinni skellt á illa agaða hermenn sem fóru sínu fram án tillits til annarra. G.W.Bush og félagar hreinsuðu hendur sínar af þessum úrhrökum sem átti að refsa fyrir að fylgja ekki reglunum.
Markmið pyntinga
Fjölmiðlar í BNA hafa hins vegar fylgt málinu eftir og ýmsar úttektir og minnisblöð hafa litið dagsins ljós. Þess merkilegast enn sem komið er, er sjálfsagt “Memorandum for Alberto R. Gonzales – Standards of Conduct for Interrogation… ” Við lestur þess skjals fær hugtakið burtskýring algjörlega nýja merkingu.
Thus, even if the defendant knows that severe pain will result from his actions, if causing such harm is not his objective, he lacks the requisite specific intent even though the defendant did not act in good faith. Instead, a defedant is guilty of torture only if he acts with the express purpose of inflicting severe pain or suffering on a person within his custody or physical control.
Með öðrum orðum. Ef markmið pyntinga er að fá upplýsingar, en ekki að láta einhvern þjást er ekki um óheimilt athæfi að ræða þó fanginn verði fyrir því að þjást.
Aðferðir við pyntingar
Eins er bann við lyfjanotkun beygt á hina skringilegustu vegu. Það er heimilt að mati lögfræðinga bandaríska Dómsmálaráðuneytisins að nota lyf, svo lengi sem þau hafa ekki langvarandi áhrif á persónuleika þess yfirheyrða. Hótanir um dauða verða að vera um bráðan (e. imminent) dauða. Almennar hótanir um að viðkomandi verði drepinn eru ekki óheimilar.
Ljóst virðist vera að Rumsfeld virðist hafa stuðst við þetta skjal, eða samsvarandi, þegar hann fullyrti að hegðun hermanna í Írak væru ekki pyntingar heldur niðurlægjandi aðferðir. En stórum hluta skjalsins er eitt í að greina þar á milli.
Niðurstaðan er sú að pyntingar eru “step far-removed from other cruel inhuman or degrading treatment or punishment.” Síðar í skjalinu sjáum við þá sjö þætti sem falla undir pyntingar:
- Miklar barsmíðar, þar sem notast er við áhöld, s.s. járnstangir og kylfur.
- Hótanir um bráðan dauða, t.d. með því að þykjast taka einhvern af lífi.
- Hótanir um að fjarlægja útlimi.
- Brunasár, t.d. með sígarettum.
- Gefa rafstraum í kynfæri, að hóta slíku.
- Nauðgun eða kynferðisleg misbeyting.
- Neyða fanga til að horfa á aðra pyntaða.
Það er ekki útilokað að eitthvað vanti að mati ritara skýrslunnar. En ljóst sé að atferlið þurfi að vera í þessum dúr til að falla undir pyntingahugtakið. Hins vegar falla aðferðir eins og að setja hettu yfir höfuð manna, stöðugt áreiti á eyru með hávaða, það að varna mönnum svefns, mat og drykk ekki undir pyntingar og er þar vísað til Mannréttindadómstóls Evrópu.
Vald forsetans
Að þessu loknu fullyrða skýrslugerðarmenn að burtséð frá Bandarískum lögum, Genfarsáttmálanum og hvers konar skilgreiningum sé ljóst að:
As Commander-in-Chief, the President has the constitutional authority to order interrogations of enemy combatants to gain intelligence information concerning the military plans of the enemy. The demands of the Commander-in-Chief power are especially pronounced in the middle of a war in which the nation has already suffered a direct attacks by foreign enemies. Any effort to apply Section 2340A in a manner that interferes with the President’s direction of such core war matters as the detention and interrogation of enemy combatants the would be unconstitiutional.
Niðurstaðan er að ekki sé heimilt að draga forsetann eða embættismenn hans til ábyrgðar fyrir aðgerðir sem hann heimilar í krafti stjórnarskrárbundinna réttinda og skyldna sinna.
Að lokum
Í ljósi ofangreindrar yfirferðar er ljóst að pyntingar, niðurlæging og ofbeldi eru leiðir sem stjórnvöld í Bandaríkjunum eru tilbúnar til að beita ef á þarf að halda. Til þess að auðvelda sér ákvarðanatöku eru kallaðir til sérfræðingar sem heimila þessar leiðir.
Það er sorglegt að íslensk stjórnvöld treysti sér ekki til að mótmæla af krafti, t.d. með því að vísa hernum úr landi. Í því myndu felast sterk skilaboð en fjárhagslega tapið yrði lítið. Því ljóst er að herinn mun draga enn frekar saman í kringum mánaðarmótin september-október 2005 og hugsanlega yfirgefa skerið hvort eð er.
Takk fyrir þennan ágæta pistil. Það sem stingur mig mest er þessi vísun til mannréttindadómstólsins. Getur það verið að þessar aðferðir séu ekki flokkaðar sem pyndingar hjá mannréttindadómstólnum? Ég er þér hjartanlega sammála um að Íslendingar eigi að mótmæla kröftuglega. Fyrsta skrefið væri auðvitað að taka til heima hjá sér og losa okkur við mennina sem gerðu okkur að árásarþjóð, þ.e.a.s. Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson.
Aðferðirnar sem mannréttindadómstóllinn taldi ómannúðlegar en samt EKKI pyntingar eru aðferðir sem Bretar beittu í samskiptum sínum við IRA. Við eigum nefnilega erfitt að setja pyntingastimpilinn á gjörðir okkar sjálfra.
Við vorum árásarþjóð í Kósóvó. Samt studdu Sameinuðu þjóðirnar ekki stríðið þar. Segjum að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði samþykkt innrásina í Írak, en atburðarásin í stríðinu að öðru leyti verið óbreytt. Hefðum við þá verið sátt við að vera árásarþjóð? Nú er alls ekki útséð hvort herinn fer burt 2005. En ef þú vilt vísa honum úr landi, Elli, til þess að mótmæla fangapyntingum í Írak, hvað finnst þér þá um aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu?
Nú liggja fyrir upplýsingar um að Bandaríkin hafa net af leynilegum fangabúðum um allan heim. Þær eru taldar, af Human Rights First, amk 24. Sjö af þeim eru í Afganistan, tvær í Pakistan, einar í Jórdaníu osfrv. Þar fari fram svipaðar pyntingar og í Abu Ghurayb og Guantánamo. Rauði krossinn hefur ekki fengið að heimsækja fangana hvað þá að fjölskyldur þeirra hafi fengið upplýsingar um hvar þeir finna sig. Nú standa öll spjót á Bushstjórninni, bæði heima fyrir og erlendis. Amnesty vill alþjóðlegt ráð til að rannsaka meintar pyntingar og Kofi Annan skorar á öryggisráðið að framlengja ekki undanþágu USA frá alþjóðlega stríðsglæpadómstólnum. Undanþágan rennur út 30. júní nk, en hún hefur gilt frá 1998 og verið framlengd árlega. Nú er stemningin önnur vegna pyntinganna í Írak. Heima fyrir krefjast demókratar að “pyntingarskjal” stjórnarinnar frá í mars 2003 verði gert opinbert, en þar mun Bush hafa fengið grænt ljós til að sniðganga þjóðréttarlög og bandarísk lög um bann við pyntinga
Blessaður Binni,
Ekki ég, ég veit ekki með aðra!
Eðli þess hefur breyst með falli múrsins, sem sést best á innrásinni í Kosovo. Við eigum ekki að vera hluti af árásarbandalagi. Það er mín skoðun.