I upphafi Barúksbókar er Barúk kynntur til sögunnar, en Barúk tók að sér að vera ritari Jeremía, eins og sagt er frá í Jeremía, 36. kafla. Við lestur þessa fyrsta kafla Barúksbókar fáum við mynd af manneskju sem virðist hafa haldið til Babýlon í fyrri herleiðingunni 597 f.Kr. en 36. kafli Jeremía gefur til kynna að hann hafi haldið til baka til Jerúsalem áður en síðari herleiðingin 587 f.Kr. á sér stað.