Rutarbók 4. kafli

Ekki aðeins gátu tengdamæðgurnar leitað hjálpar fjölskyldunnar í 3. kafla. Í 4. kaflanum heyrum við að þær áttu jarðskika sem þær höfðu ekki aðgang að, líklega vegna stöðu sinnar sem ekkjur. Til að gefa þeim kost á lífi og réttindum fer því Bóas þá leið að taka sér Rut sem eiginkonu og gefa þeim, Naomi og Rut, tækifæri til að njóta réttar síns og nýta skikann sem með réttu var þeirra. Continue reading Rutarbók 4. kafli

Rutarbók 3. kafli

Í þriðja kaflanum sjáum við nýja Naomi. Sjálfsásökunin og stoltið eða kannski öllu fremur sú tilfinning að vera einskis verð, vera ‘failure’ virðist horfin. Hún upplifir það ekki lengur sem minnkun að leita réttar síns, fara fram á þá aðstoð sem henni ber. Naomi sendir Rut á fund Bóasar og til að óska eftir að líf þeirra tengdamæðgna verði reist við. Continue reading Rutarbók 3. kafli

Rutarbók 1. kafli

Ég hyggst byrja lesturinn á bókinni um Rut, sem var bæði sönn og góð. Alla vega ef eitthvað er að marka sunnudagaskólasöngva. Bókin byrjar af krafti, enda stutt. Við höfum þjóð sem er stýrt af dómurum og er að ganga í gegnum efnahagshrun. Það er hungursneyð og fjögurra manna fjölskylda, faðir, móðirin Naomi og tveir synir pakka saman og flytja úr landi. Þetta er allt í fyrsta versinu. Continue reading Rutarbók 1. kafli

Lestur

Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn. Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar. Nick bendir á að þegar lestri alls ritsins lýkur sé líkast til komin tími til að byrja upp á nýtt og sjá hvernig hugsanir hans hafa mótast yfir tíma.

Ég hef því sett upp á iSpeculate.net flokkinn “Lestur” sem fyrsta skrefið í því að feta í fótspor Nick. Ég hyggst skrifa viðbrögð mín við lestrinum á íslensku og stefni að því að skrifa reglulega (að því gefnu að ég gefi mér tíma til að lesa reglulega). Líkt og Nick hyggst ég ekki leggja ofuráherslu á fræðilega nálgun. Þá mun ég ekki lesa rit Biblíunnar í þeirri röð sem þau birtast, heldur taka fyrir eitt rit í senn, næstum af handahófi.