Loksins, loksins er byrjað að berast blogg [1], [2], [3] og [4] úr sumarbúðum KFUM og KFUK. Styrmir Magnússon, sá góði maður, sendir inn færslur úr Vatnaskógi daglega á kfum.is. Ég reyndar efast um að þetta haldi áfram eftir að Styrmir kemur í bæinn. En mjór er mikils vísir.
Reyndar voru gerðar tilraunir með daglegar myndasíður úr Vatnaskógi í nokkrum flokkum sumarið 2001, en burðargeta símalínunnar í Svínadal var ekki fullnægjandi.
Reyndar hafa símalínurnar lítð skánað og þegar ég rita þetta er tengingin 26,4 kbps sem hafði kallast gott fyrir um 10 árum eða svo. Enn annars er aldrei að vita hvað gerist með nýjum forstöðumönnum! Skógarkveðja.