ADSL-tengingin mín er ekki nógu góð fyrir menningarnótt

Að þessu sinni er dagskrá menningarnætur á netinu á gagnvirku korti eða á pdf-formi. Hugmyndin um gagnvirka kortið er skemmtileg en hins vegar er okkur með lélegu ADSL-tengingarnar lítill greiði gerður. Þannig að nú sit ég og prenta út 22 síðna pdf-skjal sem ég neyðist síðan til að krota í. Af hverju er ekki einfaldlega boðið upp á Word skjal eða eins og í fyrra upp á valkvæða dagskrá á textaformi, sem má prenta út.

Ég vona að annað á menningarnótt verði ekki sama yfirskotið.

2 thoughts on “ADSL-tengingin mín er ekki nógu góð fyrir menningarnótt”

  1. Fékkst þú ekki dagskrána upp á margar síður, sennilega 22, í póstkassann á fimmtudag? Í lit og alles?

  2. Þessi bæklingur kom reyndar heim. Ég hafði hins vegar ekki áttað mig á því þegar færslan var rituð. Hann (bækl.) lítur hins vegar sömu lögmálum og pdf-skjalið, erfitt er að vinna upp úr honum handhæga dagskrá sem þægilegt er að lesa í gegnum.

Comments are closed.