Þessi hugleiðing var flutt á KSS fundi 22. júní 2004.
Drottinn Guð kallaði á manninn og sagði við hann: Hvar ertu? Hann svaraði: Ég heyrði til þín í aldingarðinum og varð hræddur, af því að ég er nakinn, og ég faldi mig. En Guð mælti: Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af trénu, sem ég bannaði þér að eta af? Þá svaraði maðurinn: Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér af trénu, og ég át. Þá sagði Drottinn Guð við konuna: Hvað hefir þú gjört? Og konan svaraði: Höggormurinn tældi mig, svo að ég át.
Sköpunarsaga Biblíunnar eða öllu heldur sköpunarsögur Biblíunnar segja okkur margvíslegan sannleik. Annars vegar segja þær okkur frá því að Guð skapaði allt, og allt var gott. Hins vegar lesum við þar um fall mannsins. Komu hins illa inn í heiminn. Í sköpunarsögunni má líka finna fyrsta fyrirheitið um komu Jesú Krists. En stöldrum við fyrri tvo þættina, sköpunina og komu hins illa inn í heiminn.
Biblían segir það klárt og skýrt. Sköpunin er ÖLL Guðs, það er engin annar sem skapar. Veröldin er frá Guði kominn. Þetta er grundvallarsýn kristinna manna. Þannig að svarið við spurningunni í upphafi er einfalt. Já, Guð skapaði illgresið.
Ástæðan fyrir því að það fer í taugarnar á okkur, eru einfaldlega þær að við [mennirnir] teljum að þessar jurtategundir eigi ekki heima í umhverfinu sem við viljum vera í.
Spuringunni er þar með svarað og rétt að ljúka málinu hér.
En það er kannski ekki þetta svar, sem átti að koma. Líklega er það vangaveltan um hið illa sem lesa má milli línanna í spurningunni, sem á að vera umræðuefnið hér í kvöld.
Sköpunarsagan segir nefnilega frá komu hins illa í heiminn. Það er óhætt að segja að þrjár stefnur séu ríkjandi í heiminum þegar rætt er um illskuna.
Sú fyrsta er hugmynd “póstívísmans, tæknihyggjan. Ekkert illt er til. Illska heimsins byggir á skorti á þekkingu. Með aukinni þekkingu og tækni minnkar illskan. Þessi hugmynd var mjög ráðandi í lok 19. aldar og fram á þá tuttugustu. Hún lýsti sér m.a. í tilraunum manna til að búa til alheimstungumálið til að auðvelda samskipti. Hugmyndin beið sitt fyrsta skipbrot með fyrri heimstyrjöldinni. Síðan þá hefur hún skotið upp kollinum, m.a. í kommúnismanum og í húmanistahreyfingum, þar sem áherslan er á að allir séu í raun góðir og vilji gera það sem gott er. Freistarinn hið illa, sé í raun ekki til.
Önnur hugmyndin er betur þekkt. Hugmyndin um að hið illa sé raunverulegt afl sem berst við hið góða, Guð, um yfirráðin í heiminum. Þessi hugmynd er oft ranglega tengd við kristna trú og vísað m.a. til Páls postula og Opinberunarbókarinnar.
Þessi hugmynd er sterk í boðun ýmsa safnaða sem telja sig kristna og koma fram t.d. á Omega. Gospelpoppraparinn Carman hefur lagt upp með þessa áherslu t.d. í söngvum þar sem baráttu góðs og ills er lýst sem boxkeppni. Trúfélagið Frelsið sem starfaði hér á Íslandi fyrir nokkrum árum setti upp í þessum dúr leikþátt sem endaði með því að Jesú tók upp byssu og skaut djöfulinn.
Segja má að þessar hugmyndir um baráttu góðs og ills séu mest áberandi og sterkastar í Bandaríkjunum og þar eru þær notaðar m.a. í stjórnmálabaráttunni. Þar sem Saddam Hussein var útmálaður sem starfsfélagi Satans. Þessu fylgir iðulega að það sem aflaga fer í veröldinni sé verk djöfulsins. Hann sé ábyrgur og gegn honum þurfi að berjast.
Þessi hugmynd á uppruna sinn í austurlöndum fjær, tengt yin/yan kenningum Kínverja og koma inn í kristnina í gegnum grísk áhrif m.a. frá Plató. Með kenningum um tvö guðleg öfl í baráttu um sálirnar og óvissu um endalokin erum við nefnilega að taka ábyrgðina frá okkur sjálfum. Afleiðing þessarar kenningar getur verið sú að við föllum í þá gryfju að hugsa fyrst og fremst um frelsun okkar sjálfra, tökum stöðu Evu og segjum þegar eitthvað misferst “Það var ekki ég, það var höggormurinn.
Þriðja hugmyndin sem ég hyggst nefna hér til sögunnar er sú sem við lesum um í Biblíunni. Guð er einn Guð og ekkert afl er til sem stenst hann. Aðeins eitt guðlegt afl er til.
En þrátt fyrir að illskan sé ekki guðleg er hún raunveruleg. Illskan er afleiðing þess að maðurinn vill sjálfur gerast Guð. Frásagan sem ég las áðan segir frá því. Um leið og maðurinn vill verða Guð er hann ekki tilbúin til að bera ábyrgð á gjörðum sínum.
Illskan birtist í því að maðurinn leitast við að hugsa fyrst og fremst um sjálfan sig, lokar á umhverfi sitt. Biblían útskýrir hins vegar ekki hvers vegna þjáningin á sér stað á einum stað en ekki öðrum. Þegar hún hefur útskýrt tilurð illskunar snýr hún sér að hugguninni.
Hvernig tökumst við á við illskuna? Adam Smith fór þá leið að líta á eigingirnina sem forsendu framfara, hann talaði um að ef við gefum okkur sjálfumhverfunni á vald myndi þjóðfélagið njóta mestra hagsmuna. Þessar kenningar eru kallaðar kapítalismi og móta flest vestræn samfélög í dag. Gefumst upp fyrir syndinni, nýtum hana í okkar þágu. Þeir sem þannig gera ná mestum árangri. Þessar hugmyndir Adam hafa reyndar sannað sig að hluta til rangar m.a. með leikjakenningum í stærðfræði á seinni hluta 20. aldar, en lifa samt góðu lífi í dag.
Kristur fór annan veg, bæði mjórri og ógreiðfarnari. Hann gaf sjálfan sig fullkomlega fyrir aðra. Hann þjónaði þjónum sínum, í auðmýkt. Hann réðst á synd sjálfhverfunnar og gaf sjálfan sig.
Guð gefi að við förum veg Krists, berjumst gegn illskunni og komum fram í auðmýkt og þjónustu hvort við annað.
“Illskan er afleiðing þess að maðurinn vill sjálfur gerast Guð” -gott og vel en yfirskrift fyrirlestursins snýr ekki að illskunni sem andlegu eða félagslegu fyrirbæri, heldur þeim fyrirbærum náttúrunnar sem valda okkur óþægindum án þess að séð verði að þau gegni neinu sérstöku hlutverki í vistkerfinu. Illgresi, njálgurinn og HIV veiran eru varla dæmi um afleiðingar þess að maðurinn vilji gerast Guð. Ef svo er þá hefur það allavega ekki verið útskýrt í þessum annars ágæta pistli. Því bið ég hér með um skýringar; hvað vakti eiginlega fyrir honum Guði gamla þegar hann skapaði njálginn? Eru þeir sem hafa fengið njálg auðmjúkari (auðmýkri?) en hinir eða átti þetta kannski að vera einhverskonar húmor hjá honum?
Blessuð, það er rétt hjá þér, ég fer þá leið að svara spurningunni um tilurð illskunar fremur en einstökum fyrirbærum.
Hins vegar svara ég ekki spurningunni: Hvers vegna slæmir hlutir koma fyrir gott fólk? Eða eins og ég segi í hugleiðingunni:
Af hverju koma slæmir hlutir fyrir gott fólk? Ég veit það ekki, alla vega treysti ég mér ekki að útskýra þanka mína um það efni að svo stöddu.
Hvers vegna er hugmyndin um að hið illa sé raunverulegt afl sem berst við hið góða um yfirráðin í heiminum oft ranglega tengd við kristna trú, þegar að þú segir að mörg kristin trúfélög hafi einmitt þessa skoðun? “Þessi hugmynd er sterk í boðun ýmsa safnaða sem telja sig kristna…” Eru þetta ekki einmitt kristin trúfélög? Eða eru þau kannski ekki “sann”-kristin?
Halldór, skapaði guð td alnæmi, berkla, holdsveiki og spænsku veikina? Maðurinn er ekki ábyrgur fyrir þessu(náttúrulegri illsku,) er það nokkuð?
Ég vil fara varlega í að segja að einstaklingar séu kristnir eða ekki kristnir. Ég trúi því að það sé verkefni Guðs, en ekki mitt. Hins vegar lít ég svo á að boðun, þar sem ábyrgð einstaklinga er varpað fyrir róða sé ekki kristin boðun. Ég lít svo á að skaparinn sé einn. Ef ofangreindir sjúkdómar eru hluti af sköpunarverkinu þá eru þeir Guðs. Varðandi síðustu spurninguna þá vísa ég í orð mín fyrr
Ég get ekki svarað þessu betur.
En þegar að djöfullinn freistaði Jesú, var það ekki “guðlegt” afl? Er guð ekki illur fyrst að hann skapaði þessa sjúkdóma? Ímyndum okkur lækni sem að myndi helga lífi sínu því að búa til nýja og hættulega sjúkdóma, það myndi enginn hika við að kalla þann mann illan, er það nokkuð?
Varðandi fyrri spurninguna, þá bendi ég á þessar greinar: * Prédikun eftir Kristján Val * Djöfullinn og Biblían Síðari spurningunni læt ég ósvarað, enda munt þú aldrei samþykkja svarið mitt við henni.
Ég skildi ekki orð í predikununni, en greinin var áhugaverð. Ég held að enginn þessara trúarhreyfinga á Íslandi aðhyllast algera tvíhyggju, Satan er bara engill í uppreisn og það er engin óvissa um endalokin, er það nokkuð? Mér finnst það samt fyndið að þú skulir hafa skotið svona á þessi trúfélög þegar að margir í KSS eru einmitt í þessum félögum. Allt er betra en ekkert svar. Svaraðu endilega.
Þetta er reyndar ekki rétt með KSS-inga. Á KSS-fundi á þriðjudaginn var ein manneskja sem ekki er í þjóðkirkjunni. Ég held ég fari rétt með þegar ég segi að af virkum KSS-ingum séu hugsanlega 10-15% í öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni. Svipað og ef þú tækir hvaða annan hóp í þjóðfélaginu sem er. Ég held það sé rétt að fæst trúfélög á Íslandi aðhyllast algera tvíhyggju, en í Krossinum, Betaníu
og Kefaser gælt við guðlegt eðli Satans. Það eymir af þessu í Veginum (enda var Frelsið afsprengi þeirra) en er kannski hvað minnst í Hvítasunnukirkjunni í Reykjavík. Það eru ekki öll svör betri en engin. En hugsanlega blogga ég um sjúkdóma síðar. Breytt 25. júní kl. 19:48. Ég bið KEFAS-fólk afsökunar.Mér finnst það pínu leitt að verið sé að skjóta á Kristnar kirkjur, það má skjóta villukenningar í kaf, en maður þarf að passa sig hvern maður sakar um að kenna villukenninguna. Ég er í Hvítasunnusöfnuðinum Fíladelfíu, en ég hef heimsótt Veginn og Krossinn, þekki fólk úr Kefas og Betaníu, líka fólk sem ú Frelsinu. Ég kannast ekki við að kennt sé um “guðlegt eðli satans” í neinni þeirra. Biblían talar um að hann sé raunverulegur og að við eigum að vera meðvituð um hann, standa gegn honum. T.d. í Efes.4.27 þegar Páll er að tala um að við eigum ekki að syndga í reiði okkar, “gefið djöflinum ekkert færi”, hvað á hann við? Hvað um 6.kafla sama bréfs 11-18 um alvæpni Guðs, eða 1.Pét 5.8, “óvinur yðar djöfullinn gengur um sem öskrandi ljón… standið gegn honum…” Þessar kirkjur predika að við eigum að vita af honum, standa gegn honum, hann er raunveruleiki. Það er ekki fallegt að bera fólk svona þungum sökum.
Blessaður Helgi, mér þykir leitt ef það sem ég segi særir þig á einhvern hátt.
Ég er fullkomlega ósammála þessari setningu. Ef villukenning er til staðar á að benda á hana sama hver í hlut á. Frjálsu söfnuðirnir eiga að læra af atburðunum í Frelsinu og horfa á hvern annan gagnrýnu hugarfari til að koma í veg fyrir að þeir [breytt] atburðir sem þar gerðust, endurtaki sig.
Ég ætlaði mér nú ekki að blanda mér í þessa umræðu, enda ekkert sérstaklega áhugaverð. En fyrst hún er komin af stað langar mig að spyrja hvaða [breytt] atburði í “Frelsinu” þú ert að tala um Elli? Er það skírskotun í leikþáttinn þar sem Jesús tók upp byssu og skaut djöfulinn? Einnig langar mig að leiðrétta þig um að dualisminn sé kínverskt fyrirbæri. Tvíhyggjan komst inn í kristindóm gegnum Augustínus kirkjuföður en hann var upphaflega Manikeisti, Svipaður trúarhópur, mandeismi, er til enn í dag og heldur til á landamærum Íran og Íraks (Kúrdar). Mál þeirra er afbrigði af arameisku, málinu sem Jesús talaði. Aðalhátíð þeirra stendur nú yfir, þ.e. um Jónsmessuna enda er Jóhannes skírari þeirra spámaður. Því skíra þeir meðlimi sína í ám eins og Jóhannes gerði. Vegna áhrifa Augustínusar hefur tvíhyggjan haft það mikil áhrif á kristindóminn að segja má að hún sé kristin hreyfing. Enda birtist hún víða svo sem þegar menn greina stíft milli Guðs og heims, andlegs og veraldlegs.
Þakka þér innleggið þitt Torfi. Atburðirnir í Frelsinu sem ég vísa til eru ekki tengdir byssuleiknum heldur boðun sem tengdist stöðu pastoranna þar og ég geri ráð fyrir að Helgi þekki til. Annars þakka ég leiðréttinguna. Þetta voru gagnleg ummæli.
Sæll, takk fyrir svar. Ég veit ekki hvort ég vandaði ekki orðavalið við það sem ég ætlaði mér að segja. Það sem ég átti við með að maður ætti “að passa hvern maður sakar um að kenna villukenninguna” var það að það er betra að vera viss um að viðkomandi sé sannur að sök, sem mér fannst ekki vera í þeim tilfellum sem nefnd voru. Eitt af því sem er fylgifiskur “leikmanna” kirkna er sá vandi að predikarar geta verið mismunandi, það er þá mál viðkomandi forstöðumanns að leiðrétta þegar vitlaust er farið með. Það kemur fyrir allstaðar. Kannski eitthvað svoleiðis hafi átt sér stað með það sem þú áttir við um “guðlegt eðli satans”. Villukenningar á alltaf að skjóta niður, þar á ekki að vera neitt manngreinarálit eða nein mismunun. Þakka þér fyrir málefnalegt og gott svar, finnst þú fara vel með. Guð blessi þig. Helgi
Ég hef ekki hugmynd um hlutfallið, en mér finnst eins og meirihlutinn sé ekki í Þjórkirkjunni, en kannski er það einmitt þögli meirihkutinn. En ég hlakka til að sjá þig blgga um sjúkdóma. En þú hlýtur að geta svarað spurningunni um lækninn. Er læknir sem að reynir eftir bestu getu að búa til ólæknandi og viðbjóðslega sjúkdóma ekki illur?
Nei, ég get ekki svarað spurningunni um lækninn.
Hvað segja aðrir trúmenn, er læknirinn góður eða illur?
Það fylgdi nú ekki líkingu Hjalta hvers vegna læknirinn býr til illvíga sjúkdóma. Er hann að smita fólk að yfirlögðu ráði af þessum sjúkdómum án vitundar þess um tilurð þeirra? Blekkir hann fólk svo það smitist? Býr hann yfir þekkingu á lækningunni en neitar að veita hana? Það er alltaf svolítið hæpið að gefa sér sömu forsendur fyrir skaparann og hið skapaða. Skaparinn hefur sett skilmála sem hann stendur við en hið skapaða hefur frítt spil með þann efnivið sem það býr yfir. Hið skapaða þarf að taka afleiðingum þess að ganga gegn eðli sínu, að standa ekki við skilmálana. Við glímum við æði langa sögu slíkra útúrdúra. Bjó Guð til sjúkdómana? Nei, en hann bjó til frumurnar sem hegða sér afbrigðilega og raska því sem er harla gott. Hann bjó til okkur og þótti við harla góð. Við röskum sjálf þeirri mynd. Guð skapaði lófann minn. Ef ég nota hann til að löðrunga Hjalta er þá lófinn orðinn vondur?
Ef lófinn er orðinn vondur fyrir verknað minn, gerir það þá Guð að vondum Guði?
Læknirinn veit vel að fólk muni smitast og deyja af þessum sjúkdómum þegar að hann býr þá til. Hann getur eytt sjúkdómunum. Hvernig er það manninum að kenna að malaría er til? (ef að ég skil löðrungalíkinguna rétt)
Er ég að misskilja líkunguna? Hvað er líkt með því að þú sláir mig og að einhver verði veikur af malaríu?
Ólöf, þú ert á fullu að svara frekar ómerilegum pælingum (þeas ekki frumspekilegum) á öðrum annálum. Fyrst að þú byrjaðir á því að koma hingað geturðu amk klárað þessa tilkomumikla innkomu þína, nema að einhver guðfræðingurinn útskýri hvers vegna malaría sé til. (þessi flókna lífvera, sem að bendir til þess að líf hafi ekki þróast vegna hvesu flókið líf þess er) En Ólöf, hvernig eru menn ábyrgif fyrir malaríu??????
Ja, hérna! Það er bara þriðju gráðu yfirheyrsla. Verst hvað ég er ljósfælin! Ertu til í að slökkva á lampanum? 🙂 Ég heyri að ég hef verið vegin og léttvæg fundin að hafa vogað mér í aðrar og “ómerkilegri” pælingar. Þakka þó það háleita álit þitt að ég hafi mesta burði í frumspekilegum málefnum. Ég er upp með mér. 😉 En lengra nær áhugi minn ekki á þessu málefni þessa stundina. Ég er hrædd um að þú, Hjalti, verðir að glíma áfram við lífsgátuna enn um sinn. Velkominn í hópinn! 🙂
Ólöf, bjó Guð ekki líka til frumurnar sem að mynda Malaríu-sníkjudýrið? Varla eru þær frumur “harla góðar”? Hvernig ber mannkynið ábyrgð á því að malaría sé til? (sbr. að þú löðrungir mig) Fyrst að þú varst það gáfuð að blanda þér inn í umræðuna þá hlýtur þú að geta svarað þessari spurningu! “Bjó Guð til sjúkdómana? Nei, en hann bjó til frumurnar sem hegða sér afbrigðilega og raska því sem er harla gott.” Hver segir síðan að þær frumur (eða veirur) séu að hegða sér afbrigðilega og hver lét þær hegða sér afbrigðilega?