Í gærkvöldi meðan konan kláraði að pakka fyrir Samstöðufund Tölfræðinga í Salt Lake City, tókst mér að ganga frá og skila ritgerð í lífsiðfræði sem ég hafði planað að skila í lok júní. En ritgerðin fjallar um dreifingu gæða í heilbrigðiskerfinu.
Verkefnið var mun flóknara en ég ætlaði enda má segja að vandinn við réttláta dreifingu heilbrigðisþjónustu, sem er eitthvert stærsta vandamál heilbrigðissiðfræði, hafi ekki reynst vandamál. Þannig virðast vandamál forgangsröðunnar og dreifingu einfaldlega hafa verið leyst með sjúkdómalögum á Íslandi. Eftir að hafa lesið mér til um margs konar kenningar og hugmyndir um vandann við dreifingu og forgangsröðun varð niðurstaðan eitthvað á þessa leið.
i. Frjáls markaður, ósýnileg hönd Adam Smith virkar ekki þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. Hvers kyns markaðsgallar eru sýnilegir þegar kemur að heilbrigðiskerfum, gallar sem ekki verða leiðréttir, jafnvel með miklum kostnaði.
ii. Vandamál við forgangsröðun, réttlæti og ákvarðanatöku í heilbrigðiskerfi eru fjölmörg og standa heilbrigðiskerfum um allan heim fyrir þrifum.
iii. Ingibjörg Pálmadóttir hefur leyst vandamálið, hvað varðar forgangsröðun og réttlæti og skilgreint mjög nákvæmlega hvar ákvarðanatakan fer fram.