Kostnaðarliðirnir í stjórnarsáttmálanum eru ekki margir, en nýir tekjuliðir eru jafnvel færri. Í raun má segja að einkavæðing orkufyrirtækja, hagræðing í landbúnaði (sem virðist óljóst hvort af verði), breytingar á lífeyri alþingismanna og áframhaldandi velsæld samfélagsins séu helstu liðir sem skapa munu tekjur á Íslandi næstu árin.