Guð er gleymdur, nema á degi neyðarinnar. Íbúar Jerúsalem hafa snúið baki við skapara sínum. Sjálfhverfan og fullvissan um eigið ágæti hefur leyst af hólmi auðmýkt gagnvart Guði. Sagan og traustið til Guðs er gleymt, guðirnir sem eru dýrkaðir eru sjálfgerðir, hver borg hefur gert guði eftir eigin mynd.
Sektin felst í því að neita að horfast í augu við misgjörðirnar. Að fullyrða, “ég hef ekki syndgað.” Að neita að horfast í augu við óréttlætið meðan blóð fátæklinganna litar klæðafald okkar.