Bók Donald G. Luck, Why study Theology? er viðfangsefni mitt þessarar viku. En eftir tæpa 40 tíma þarf ég að skila 8-10 síðna pappír þar sem ég rýni bókina. Ein af vangaveltum Luck snertir á mikilvægum þætti í embættisskilningi kirkjunnar. Þýðingin er mín og því e.t.v. vafasamt að tengja textann Luck og bók hans.
Prestastéttinni í samtímanum er ætlað að takast á við mismunandi hlutverk og glíma við fjölþætt verkefni. Oft er lítið spurt um forgangsröðun eða jafnvel hvort skyldurnar séu viðeigandi. Margir – þar á meðal vígt fólk – telja meginhlutverk presta vera kærleiksþjónustu (care giving). En er það meginhlutverkið? Eiga prestar öðrum einstaklingum fremur að mæta særðu fólki og manneskjum í neyð? Eru prestar yfirleitt hæfastir til slíkra verka, eða eru aðrir – t.d. “veraldlegir” starfsmenn svo sem meðferðarsérfræðingar og félagsráðgjafar – hugsanlega betur menntaðir og markvissari í störfum sínum? Svör við svona spurningum um áherslur kirkjunnar kalla á fræðilega nálgun um hlutverk og stöðu presta.
Spurningar eins og eru hér að ofan eru sérstaklega mikilvægar í lúterskum kirkjum sem viðurkenna og “þykjast” byggja kirkju sína á almennum prestsdómi.