Grundvöllur guðfræðinnar er fjölþættari en reynsla/opinberun. Ritningar, hefðir og rannsóknir mynda þarna samspil. Ég tel eðlilegt að trú manna sé viðfangsefni fræðigreinar. Hins vegar tel ég ekki að fræðigreinin þurfi að samþykkja frumsenduna um Guð. Ég veit að Kristján Búason heldur því fram en ég er ekki sammála honum. Hann myndi hugsanlega segja að guðfræði án frumsendunnar um Guð sé ekki guðfræði heldur trúarbragðafræði og það má vera að eðlilegra sé að nota það hugtak.
Ég lít svo á að ýmislegt sem gert er á vantrú.is sé guðfræði, jafnvel þó svo að frumsendunni um Guð sé hafnað. Þannig þurftu fæstir kúrsar sem ég tók í HÍ í Guðfræði á frumsendunni um Guð að halda. Það var helst í praktískri guðfræði og hugsanlega hluta trúfræðinnar sem Guð var frumsenda en þó ekki nema mjög takmarkað. Kirkjudeildafræðin, Trúkennslufræðin, Sálar- og uppeldisfræði trúarlífsins, djáknafræðin, Trúarlífsfélagsfræðin og jafnvel Framsetning Kristinnar trúar gerðu ekki kröfu um að nemendur samþykktu frumsenduna um Guð. Það var jafnvel hægt að nálgast Embættisgjörðina án trúarlegrar sannfæringar. Biblíufræðin sem ég tók í HÍ voru einstaklega guðlaus fræði (það á líka við hér í BNA. Svo mjög að Gamla testamentiskennaranum mínum er á stundum líkt við hinn illa sjálfan 🙂 ). Kennslubókin í Inngangi að kristinni siðfræði sá sérstaka ástæðu til að hafna sérstöðu Jesú, Niebuhr sem ég las í framsetningu kristilegrar siðfræði skilar meiri skilningi á atferli stjórnvalda í BNA, en hann varpi ljósi Guð.
Ég tek hér fram að eina ritskýringin sem ég sinnti markvisst í náminu í HÍ var rannsókn á Fílemonsbréfi, þar sem ég velti fyrir mér hvenær það var skrifað og hvort umfjöllun Páls um fangavist var allegoría. Ég á von á því að ritskýringarkúrsar geti byggt meira á frumsetningunni um Guð en það sem ég lærði. Ég er samt ekki viss.
Guðfræðin að mínu mati felst í samþættingu fjölmargra greina sem á einn eða annan hátt fjalla um trúarlegt inntak og atferli. Hún viðurkennir að trú byggir á frumsendunni um Guð og leitast við að skilja viðfangsefnið sitt út frá þeirri frumsendu, enda er hún mikilsverður þáttur í inntakinu og atferlinu. Þarna liggur að mínu viti munurinn á trúarbragðafræðum og guðfræðum. Trúarbragðafræðin lætur sig ekki varða um frumsenduna um Guð og tekur ekki tillit til hennar í rannsóknum sínum. Hvort hins vegar frumsendan sé rétt, getur verið eitt af rannsóknarefnum guðfræðinnar og þá kannski fremur hvort frumsendan sé sannanleg eða ekki.
Stóra spurningin er hvað fræðin græða á því að maður er trúaður. Ég held að svarið felist í því að við sækjum næringu í trú okkar sem skilar hugsunum, hugrekki til orða og athafna og samkennd, skilning og, löngun til þjónustu á vettvangi kirkju og samfélags. Gæti allt gerst án trúar … en það væri … öðruvísi. Ég held að það sem Torfi sagði áðan, um Bultmennin eigi hér við. Þurrt, án leyndardóms, án mýstískrar dýptar. Guðfræði í guðstrú verður farartæki til þess að kanna innri geiminn í manninum. Án trúarinnar veit ég ekki hvað guðfræðin gerir. Hef aldrei verið guðlaus guðfræðingur.
Ég er hins vegar sammála Ella hérna. Guðfræði er fræði um guð, þ.e. akademísk grein, og kemur í sjálfu sér trú manna ekkert við. Ég las nokkuð góða setningu um daginn, sem var að finna í ritdómi um kennslubók í sögu. Þar var því haldið fram að hana skorti sagnfræði, þ.e. fræðilega, gagnrýna umfjöllun um söguna. Þetta segir mér hvað segja þarf. Guð og guðfræði er alls ekki hið sama, ekki frekar en saga og sagnfræði. Þó svo að trúin sé ekki til staðar þá getur áhuginn á fræðigreininni sem slíkri gert sama gagn hvað áhuga og innlifun varðar. Oft er trúin m.a.s. til trafala, þ.e. fyrirfram mótaðar skoðanir um trúmál sem gerir fólk þröngsýnt. Þá kann ég ekki við nýyrði Ella, þ.e. orðið “frumsend”. Það er hálf klúðurslegt. Orðið “forsenda” er yfirleitt notað og skilst ágætlega, t.d. ef talað er um Guð sem forsendu (eða Guð sem gefna staðreynd, útgangspunkt o.s.frv.). Annars fínar pælingar!
Ef það er eftir allt enginn guð, hvað er guðfræðin þá?
Ég held að þú þurfir að útskýra betur hvað þú eigir við. Ertu að segja að trúarbragðafræði + trúarheimspeki = guðfræði?
Trúarheimspeki þarf ekki að leitast við að skilja viðfangsefni sitt út frá frumsendunni um Guð. Hún leitast við að skilja “hugtök og trúarkerfi trúarbragða ásamt trúarlegri reynslu og atferli í helgihaldi og hugleiðslu sem trúarkerfin byggja á.” (J.H.Hick-Philosophy of Religion). Hún gengur að öllu jöfnu ekki út frá Guðshugmyndinni sem slíkri í rannsóknum sínum. þegar hún gerir það er fátt sem skilur á milli og ég myndi í þeim tilfellum nota hugtakið Guðfræði. Ef sýnt væri fram á að frumsendan um Guð er ósönn þá hefur það lítið að segja um rannsóknir guðfræðinnar per se. Trúaratferli, textarnir, sagan og kirkjustofnunin hefðu samt sem áður gildi sem rannsóknarverkefni. Jafnvel meira en áður. Hvaða öfl kölluðu fram blekkinguna væri frábær doktorsritgerð í framhaldinu!
Hefur það ekki allt saman fyrir löngu verið útskýrt?
Birgir, kannski eru þessar útskýringar á tilurð trúarkerfa fullnægjandi fyrir þig. Svona eins og kenningar um samspil dreka og risaeðla eru fullnægjandi fyrir Mofa. Auðvitað spilar þörfin fyrir öryggi, að veruleikinn “meiki sens” einhverja rullu. En það er langt í frá fullnægjandi skýring. Enda hefur kristnin allt frá upphafi glímt við það að hún “meikar EKKI sens”, er það ekki annars? Það kerfi, reyndar ekki trúarkerfi í skilningi vantrúar, sem virðist uppteknast af því að uppfylla hugmyndir mannfræðinnar nú á tímum, virðist einmitt vera upplýsingin, þaðan sem þessar kenningar sem þú vísar í eru sprotnar. Margur heldur nefnilega mig sig í fræðunum. Jafnt þegar við trúaða fólkið reynum að klína trúarstimpli á ykkur og þegar upplýsingin útskýrir trúarþörf fortíðar með eigin þörf fyrir fastmótaðan einfaldan sannleika.
Halldór, hvað þýðir það að “leitast við að skilja viðfangsefni sitt út frá frumsendunni um Guð”?
Hjalti: Það þýðir að leitast við að skilja viðfangsefni sitt út frá frumsendunni um Guð.
Og að hvaða leyti er það öðruvísi en að samþykkja frumsenduna um guð?
Samanber þessi nýlegu ummæli þín á Vantrú: Fræðanna vegna er yfirleitt litið svo á að forsendan um Guð standist.
Ég ákvað að svara þessu í nýrri færslu. http://elli.annall.is/2006-10-04/16.54.01