Það er áhugavert að fylgjast með ríkisstjórakosningunum í ríkinu sem færði G.W. Bush forsetaembættið. Spilling innan Repúblikanaflokksins, óánægja með Íraksstríðið sem hefur kostað marga Ohio-drengi lífið, skólamál og erfitt efnahagsástand eru meginþættirnir í baráttunni. Það virðist einsýnt að Ted Strickland flytji til okkar í Bexley og verði nágranni okkar næstu árin. Aldrei að vita nema hann verði með í Bexley Rec Soccer League.
Ekki verður skýrslan um aukna hryðjuverkahættu, sem lak í gær til NY Times, til að auðvelda baráttu Repúblikana. En “the war on terror” er eiginlega eina málið ásamt óljósum “lækkum skatta” slagorðum sem Ken Blackwell virðist geta treyst á. Sú staðreynd að hann er svartur en Ted hvítur, hefur ENGINN áhrif á African American minnihlutann hér, 70% þeirra ætla að kjósa Ted, 15% Ken. Þá virðist trúarhiti Ken, ekki ætla að skila honum langt (nema þegar hann fær einkaþotu World Harvest Church lánaða) þó forskot Ted í röðum mótmælenda sé minna en hjá öðrum hópum.
Alltaf gaman af svona préttapistlum frá þér Elli. Haltu þessu endilega áfram.