Nú kemur “trikster” sagan í þriðja sinn. Að þessu sinni er það Ísak sem fer til Gerar og segir konunginum þar að Rebekka sé systir sín. Líkt og í fyrri sögunni frá Gerar, þá er tekið fram að enginn hafi sofið hjá Rebekku þrátt fyrir “trikkið” og við lesum að Ísak og Rebekka hafi hagnast mjög á veru sinni í landinu. Ástæða þess að Ísak og Rebekka dvelja ekki lengur við Gerar er að upp kemur öfund í garð þeirra hjóna og þau sjá sér leik á borði að flytja sig um set. Við lesum síðan um margvíslega brunna sem húskarlar Ísak eru sagðir hafa grafið upp, líkt og til að réttlæta eignarhald Ísraelsþjóðarinnar síðar og landinu þar sem brunnarnir eru sagðir vera.
Hér er mikilvægt að hafa í huga að sumir af brunnunum sem Ísak er sagður hafa grafið, voru nefndir í frásögninni af Abraham áður. Þannig er augljóst að sagnir af þeim feðgum Abraham og Ísak hafa blandast saman í sagnaminni Hebrea áður en kom að ritun sagnanna.
Það er þó ekki líkt með þeim feðgum, hvernig kvonfangi sonar/sona þeirra er valið. Meðan að Abraham sendi þjón sinn til að velja syni sínum kvonfang af réttum ættum, lesum við hér að tengdadætur Ísak og Rebekku urðu þeim hjónum “hin sárasta skapraun.”