Frábært innlegg um aðskilnað ríkis og kirkju. Að öllu leiti mjög vel unnið og greinargott. Eina athugasemdin sem ég hef er að eitthvað segir mér að eignir lúthersku kirkjunnar í upphafi 20. aldar séu ekki endilega jafn tengdar við eignir katólsku kirkjunnar fyrir siðbreytingu eins og séra Hjörtur Magni heldur fram. En ég er reyndar ekki sérfræðingur um meintar eignir kirkjunnar í upphafi 20. aldar.
via vantru.is frá Hið Heilaga Ísland on Vimeo.
Breytingin sem átti sér stað við siðbreytingu var að einstök prestaköll héldu jarðeignum sínum, en jarðir í eigu kirkjuyfirvalda; klaustur og biskupsjarðir runnu til danska ríkisins. Um þær jarðir er ekki deilt í dag.
Kirkjujarðir í eigu einstakra prestakalla eru forsenda þeirrar eigna sem liggja til grundvallar samningnum frá 1907. Þær jarðir héldust í eigu sömu sóknar/prestakalls, bæði fyrir og eftir siðbreytingu, þrátt fyrir að siðurinn sem prédikaður var breyttist.
Innan kirkjunnar hefur komið upp umræða hver ætti að ráðstafa þessum eignum í dag ef þær rynnu aftur til kirkjunnar. Væri eðlilegt að það væri sóknin/prestakallið á hverjum stað í stað yfirstjórnar kirkjunnar?
Ef það yrði gert myndu söfnuðir á þéttbýlissvæðum sem mynduðust á 20. öld ekki hafa neitt aðgengi að þeim fjármunum sem ríkið myndi greiða fyrir jarðirnar? Væri slíkt sanngjarnt og hvað myndi það þýða fyrir landlausar sóknir?