Röksemdafærsla Sigrúnar Jónsdóttur um annað umhverfi nú en þá gengur því miður ekki upp lengur. Fortíðin sem Sigrún er að verja, er forsenda þess ástands sem við glímum við núna. Án vitneskju um þá fortíð er ómögulegt að takast á við daginn í dag.
Uppljóstranir um silfurpeningana 30 til Sjálfstæðisflokksins kalla á upplýsingar um hvort Júdas sé líka að störfum í Samfylkingunni, Vinstri grænu og Framsóknarflokknum. Það að vísa til reglugerða eða lagabókstafs til að halda fortíðinni leyndri er ófær.
Spurningarnar sem krefjast svara eru nefnilega ekki spurningar um glæpi heldur ekki síður löglegt siðleysi. Sjálfstæðisflokkurinn er fallinn á prófinu, það er ljóst. Svar Sigrúnar gefur í skin að Samfylkingin falli líka.