Nýtt landslag fyrir starfsfólk kirkjunnar

Starfsréttindi og kjör annarra stétta en presta hefur löngum verið vandamál í þjóðkirkjunni. Þannig hafa organistar, djáknar, kirkjuverðir og æskulýðsleiðtogar, svo einhverjir séu nefndir, þurft að berjast fyrir launum sínum hver í sinni sókn. Af þessum sökum hefur staða og starfsöryggi viðkomandi starfsmanna verið lítið. Fyrir frábæra vinnu Félags íslenskra organista var stigið stórt skref í starfsmannamálum kirkjunnar á nýliðnu Kirkjuþingi. Þannig var samþykkt að:

Kirkjuráð beiti sér fyrir því að komið verði á fót sérstakri launanefnd. Verksvið nefndarinnar verði m.a. rammasamningar um kaup og kjör launaðra starfsmanna sókna fyrir störf í þágu Þjóðkirkjunnar.

Þá var samþykkt að vísa 18. máli til Kirkjuráðs, en þar segir:

Kirkjuþing 2005 samþykkir að fela Kirkjuráði að ganga til viðræðna við Félag íslenskra organista um gerð rammasamnings um kjör organista sem verði viðmiðun fyrir sóknir landsins.

Því má ætla að fyrsta verk launanefndar verði rammasamningar við organista og síðan fylgi í kjölfarið einstök stéttarfélög, s.s. Útgarður/BHM. Með þessu dregur án vafa úr einum að erfiðustu núningsflötum starfsfólks og sóknarnefnda.

One thought on “Nýtt landslag fyrir starfsfólk kirkjunnar”

Comments are closed.