Ég hef verið að skoða sérrit Kirkjuritsins um Samkynhneigð, en segja má að greinarnar séu hver annari áhugaverðari. Í umræðu um sama mál hjá ELCA er varpað upp spurningunni, hvort umræðan sé ekki allt eins um eðli kirkjunnar og stöðu hennar í samtímanum, eins og um málefni samkynhneigðra og síðan er fullyrt:
The present situation provides the church with a magnificent opportunity to really be the church: to genuinely disagree and differ about really important things while steadfastly refusing to turn away from one another in disgust or attack one another in righteous indignation.
Þessi kirkjusýn sem kemur fram hjá ELCA er hins vegar ekki sterk í Kirkjuritinu. Kirkjan sem kynnt er þar í stöku greinum, virðist vera stofnun sem tekur ákvarðanir í fjarlægð. Þjónustustofnun sem býður upp á ákveðna þjónustu og verkefnið snýst um hvort þjónusta við samkynhneigða er hluti af kjarnastarfsemi, eða hvort rétt sé að “átsorsa” þjónustu við þá hjá ríkinu. Ef þjónustan verður ekki í boði, þá hætta einhverjir að nýta sér þjónustu stofnunnar og hið sama á við ef þjónustan verður boðin. Kirkjan virðist þannig á stundum ekki vera samfélag, fjölskylda trúaðra, heldur eitthvað allt annað.
Þetta þykir mér raunsærri niðurstaða en mörg önnur. Held einmitt að kirkjan sé litin sama hornauganu og samkynhneigðir. Spurning mín væri þá sú: Af hverju er kirkjan sér ekki meðvitandi um fjarlægð hennar við daglegan árstrauminn? Mér hefur sýnst að réttlætingin sé fólgin í persónulegri vinnu klerkanna við týndar sálir og fámenna hópa sem finna sig í kirkjunni, og að þeir sem haldi því fram að kirkja sé tóm og í hættu með að hverfa alveg, séu þeir sem ekki viti hvað er um að vera í kirkjunni í raun. Ertu sammála því?
Ef ég skil þig rétt, þá er ég algjörlega sammála þér. Ein af krísunum okkar er að tala um kirkjuna út frá stærð sóknar en ekki safnaðar. Þannig lifum við í blekkingu um það hvað og hvar kirkjan er. Þessi skakka sín á hina raunverulega kirkju veldur því svo að kirkjan er tekin sem eitthvað allt annað en hún er.