Morgunblaðið birtir í dag frétt um neikvæð tengsl tónlistarnáms og vímuefnaneyslu . Þetta er EKKI frétt. Staðreyndin er einfaldlega sú að börn sem eru í góðum tengslum við foreldra sína eru líklegri til að nota ekki vímuefni.
Það á að öllu jöfnu við um tónlistarnemendur, sérstaklega í efri bekkjum grunnskóla. Þau þurfa skilning og stuðning foreldra sinna til að geta sinnt náminu sem skyldi.
Námið er fokdýrt sem segir okkur að viðkomandi foreldrar hafi MEIRI peninga milli handanna en gengur og gerist. Þá er mikilvægt að foreldrarnir þurfa að gefa sér tíma til að taka þátt í náminu að einhverju leiti. Það hefði verið frétt og það stórfrétt ef ekki hefðu verið neikvæð tengsl milli vímuefnanotkunar og tónlistarnáms. (Upphaflega skrifað 22. febrúar 2004)