Í ummælum hér áður komu fram ásakanir í garð Annálista, en þeir voru sakaðir um skoðanaleysi. Ég fór að velta fyrir mér hverjir þessir skoðanalausu annálistar eru, eða yfirleitt hverjir væru annálistar og hvað sameinaði þá.
Hér er líklega verið að vísa til þeirra sem skrifa reglulega á Annál, svo ég fór á síðuna yfir notendur á annál og uppgötvaði að þetta er dágóður hópur fólks sem á það flest sameiginlegt að hafa einhvern tímann verið í guðfræðideild HÍ. Ég uppgötvaði að það er fólk sem skrifar á annál sem ég hef aldrei lesið, líklega um helmingurinn og bið þá afsökunar á því. En geri ráð fyrir að þeir lesi svo sem ekki mína pósta neitt frekar.
Ég uppgötvaði líka að þarna er fólk sem ég er stundum ósammála, án þess að skrifa hjá því ummæli. Það merkir ekki að ég samþykki orð þeirra, ég vona ekki. Það er fullt af fólki sem bloggar vitleysu án þess að ég geri athugasemdir. Meira að segja í kirkjunni er oft bullað og bullað, og ég læt það vera að skammast yfir því opinberlega, einfaldlega vegna þess að ég hef annað við tíma minn að gera.
Af þessum sökum og af ástæðum sem ég hyggst fjalla um í færslu eftir rúman sólarhring hef ég ákveðið að “downgrade-a” annál Ella frá og með fimmtudeginum úr Web 2.0 í Web 1.0 og loka fyrir öll viðbrögð við færslunum sem ég set á vefinn. Ég vil sérstaklega biðja Matta afsökunar en í öðrum ummælunum sem féllu hér á Annál Ella, 19. maí 2004, fagnaði hann sérstaklega tækifærinu til að skrifa ummæli við orð Djáknans, þeim fögnuði mun ljúka á fimmtudaginn.
Í ummælum annars staðar kemur fram útskýring á hverjir Annálistar eru. Þeir eru nemandi í dópgreninu Bifröst, innflytjandi í Noregi, Carlos, “Bara Tölvukall” og ég. Ég viðurkenni að ég les flest sem þessir fimm-menningar skrifa.
Gefum okkur að einhverju finnist þögn trúleysingjanna á Vantrú áberandi í einhverju máli og skrifi:
> “Vantrúarsinnar segja ekki neitt um málið”
Er hann þá að tala um alla félagsmenn í Vantrú, sem nokkurn tíman hafa skrifað á Vantrú? Nei, hann er væntanlega að auglýsa eftir því að einhver segi eitthvað – ekki að allir segi eitthvað.
Það er auðvitað alveg réttmætt hjá þér, Matti. Hins vegar er annall.is allt annars konar forum, en Vantrú.is. Þú ert annars vegar með blogg-platform, sem vissulega er líklega í einhverjum skilningi selectivt (án þess að ég þekki reglurnar eða viti hvað ég þurfti að uppfylla til að fá svæði). Hins vegar ertu með formlegan félagsskap með stjórn og lög.
Eruð þið nú orðnir -istar? Hver er munurinn á annálistum og annálungum?
Mér finnst það alltaf ákveðin afturför að bakka með tækniframfarir – stundum gerir maður það af nauðsyn, eins og þegar maður fær Windows Vista – og hendir því af tölvunni fyrir Windows XP! En að fara af Web 2.0 í 1.0 er eins og að fara af heimasíðu í það að skrifa greinar í blöðin! Eða gefa út dreifimiða!!! Urgasarg.
Ég hef satt að segja betri tillögu, og hún er sú að láta gagnrýnisraddir um að þögn=samþykki sem vind um eyrun þjóta og halda sínu striki. Ja, eða blogga um eitthvað annað en trúmál, stjórnmál eða kynlíf. Þá siglir maður auðan sjó. Eða eins og einn f.v. annálungur sagði við mig: snúa sér að uppskriftunum!
Annálisti hlýtur að vera öfgafullur annálungur.
Hvað er að því að gefa út dreifimiða eða skrifa greinar í blöð?