Að opna

Það er áhugavert að glíma við námið hér í BNA í samanburði við akademíuna í HÍ. Vissulega var ég yngri, en námsaðferðirnar eru að mörgu leiti gjörólíkar. Að einhverju leiti má skýra það með því að í HÍ var ég í grunnnámi en er í framhaldsnámi hér, en þó útskýrir það ekki allt. Lausnarorðið hér felst í Case-Studies. Ég er í sífellu að skrifa reynslusögur úr mínu lífi og tengja þær við kenningarnar sem ég les. Hvort sem það snýst um hvar einhver leggur bílnum sínum, hvernig er best að takast á við uppgjör reikninga eða hvaða stjórnunaraðferð er best að beita í fyrirtæki þegar skipt er um símanúmer, svo fáin dæmi liðina vikna séu tekin.

Þessi aðferð kallar líka á spennandi sjálfskoðun sem vonandi leiðir til þess að ég verði betri/heilbrigðari manneskja. Þessi leið reynslusagna hafnar því um leið að einhver ein rétt þekking sé til. Aðferðir/hugmyndir/kenningar eru einungis leiðir til að takast á við þann veruleika sem við erum stödd í hverju sinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.