Ekki alltaf “inn”

Fyrir nokkrum dögum ákvað ég að kíkja á Facebook, enda skylst mér að það sé búið að vera málið um nokkra hríð. Og það virðist vera rétt, kerfið er einfaldlega snilld í alla staði og virðist virka, annað en MySpace-conceptið, sem allir tóku þátt í en mér mistókst algjörlega að skilja, þrátt fyrir nokkrar tilraunir.

Facebook býður upp á endalausa möguleika til tenginga, upplýsingamiðlunar og skilaboðadreifingar sem á væntanlega eftir að þróast enn frekar. Einfaldlega snilld! En þar sem ég er búin að uppgötva og skilja dæmið, er ljóst að ekki er lengur um trend að ræða, enda er ágætt að miða við það að þegar ég er orðin hluti af einhverju, er það ekki lengur “inn”.

2 thoughts on “Ekki alltaf “inn””

  1. Ertu viss um að þú viljir að aðrir eigi óheft notkunarleyfi (höfundarétt) á efni sem þú setur inn, þannig að það sé t.d. notað í auglýsingaskyni?

    When you post User Content to the Site, you authorize and direct us to make such copies thereof as we deem necessary in order to facilitate the posting and storage of the User Content on the Site. By posting User Content to any part of the Site, you automatically grant, and you represent and warrant that you have the right to grant, to the Company an irrevocable, perpetual, non-exclusive, transferable, fully paid, worldwide license (with the right to sublicense) to use, copy, publicly perform, publicly display, reformat, translate, excerpt (in whole or in part) and distribute such User Content for any purpose on or in connection with the Site or the promotion thereof, to prepare derivative works of, or incorporate into other works, such User Content, and to grant and authorize sublicenses of the foregoing. You may remove your User Content from the Site at any time. If you choose to remove your User Content, the license granted above will automatically expire, however you acknowledge that the Company may retain archived copies of your User Content.

    Ekki ég.

  2. Hafa aðstandendur Fb einhvers staðar skýrt þennan texta? Þarna er nú ekki talað um yfirfærslu á höfundarrétti, það er t.d. ljóst af síðustu setningunni sem kveður á um að þú getir tekið efnið af vefnum og þar með falli leyfi til notkunar niður.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.