Trúarstökk

Gunnar J Briem bendir á áhugaverða grein í LA Times.

Clearly, I saw now that belief in God, no matter how grounded, requires at some point a leap of faith. Either you have the gift of faith or you don’t. It’s not a choice. It can’t be willed into existence. And there’s no faking it if you’re honest about the state of your soul.

7 thoughts on “Trúarstökk”

  1. Og ertu sammála því að það sé ekki val hvort maður sé trúaður eða ekki?

  2. Ég lít svo á að trú sé gjöf Guðs. Hvort allir hljóti gjöfina og hvort við höfum raunverulegt val um að hafna gjöfinni eða ekki, er sístætt vandamál guðfræðilegrar umræðu. Ég vona og trúi af hjarta að öllum hafi verið gefinn þessi gjöf. Spurningin er hins vegar hvort við höfum/getum hafnað henni eða einhver hafi/getað hafnað henni fyrir okkur.

  3. Af hverju eru þá að vitna í þessa vitleysu Halldór ef þú ert ekki sammála henni?: “Either you have the gift of faith or you don’t.”
    Þú veist alveg eins vel og ég að hún er sett fram sem trúvörn: Sumum er gefið að trúa, öðrum ekki (oft með viðbótinni veslings þeir síðarnefndu).
    Trúleysi er þá einhvers konar handikapp þeirria sem ekki trúa, en einnig að trú hinna trúuðu sé laus undan gagnrýni. Þeir fæddust jú bara svona.
    Þannig guðfræðileg umræða er ekki sístæð, heldur þvert á móti. Henni hefur verið vísað frá fyrir löngu sem hluta af úreltri forlagatrú.

  4. Já, ég skil ekki hvers vegna Elli var að vitna í þetta fyrst hann trúir þessu ekki. Mér finnst það sérstaklega undarlegt í ljósi þess að sú hugmynd að guð ákveði hverjir eru trúaðir eða trúlausir er virkilega ógeðsleg ef hinum trúlausu bíða eilífar kvalir.

  5. Það er nú einmitt þetta sem gerir annálssíðuna hans Ella svo skemmtilega, hann kemur með alls konar sýn á hlutina, veltir upp hinum og þessum pælingum sem sýna hver er (ekki) að hugsa hvað.

    Elli, ég hvet þig til að halda áfram að birta bæði hluti sem þú tekur undir, þér er sama um og þú ert á móti.

  6. Ég held nú frekar að Elli sé smámanískur, “hrifnæmur” öðru nafni, finnst eitthvað hljóma afskaplega vel og slengir því fram.
    Svo kemur í ljós að frasinn er ekki næstum eins góður og hann hélt – og hann reynir svo að klóra sig út úr því. Elli hefur ekki gert það enn, en það kemur, sjáið til!

  7. Ég þakka góða greiningu Torfi, ég hef gaman af flottum frösum, skemmtilegum hugsunum, hvort sem þær ganga upp eða ekki. Ég lít enda svo á að hugsun og vangaveltur sé a.m.k. jafn mikilvægar og niðurstöður.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.