Hlutfall kvenna á alþingi

Það er áhugavert að skoða hvernig hlutfall kvenna á Alþingi sveiflast eftir könnunum. Þannig taldi ég saman stöðuna skv. könnun í Fréttablaðinu, 22. apríl, sem sýndi skammarlega útkomu Samfylkingarinnar. En staðan önnur nú þremur dögum fyrir kosningar.

Skv könnun í dag skiptist hlutfall kvenna svona á milli flokka

Sjálfstæðisflokkur 26 þingmenn, 8 konur (31%)
Framsókn 9 þingmenn, 4 konur (44%)
Frjálslyndir 3 þingmenn 1 kona (33%)
Samfylkingin 17 þingmenn, 6 konur (35%)
Vinstri-græn 9 þingmenn, 4 konur (44%)

Þannig eru konur 23 af 63 þingmönnum eða 37% af heildarfjölda. Það er enn vandamál að sjá hvernig Samfylkingin getur haldið á lofti fullyrðingum um jafnréttissinnaðan flokk, sér í lagi þegar horft er til landsbyggðarinnar, Sjálfstæðisflokkurinn sýnir sitt rétta föðurlega andlit en Frjálslyndir koma skemmtilega á óvart. Líklega í fyrsta og eina skiptið. Framsókn og Vinstri-græn standa sýna plikt og kemur svo sem ekki á óvart.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.