Ég hyggst ekki kjósa að þessu sinni, en ákvað þess í stað að taka Bifrastarprófið góða. Enda alltaf gaman að sjá með hverjum ég á samleið. Niðurstaðan er hins vegar ekki mjög samleiðarleg. Ég á reyndar 40% samleið með Íslandshreyfingunni, en þar sem um er að ræða eins máls flokk og ég er ósammála honum í aðalbaráttumálinu, þá virkar könnunin ekki alveg hvað það varðar (ég hef raðað flokkunum í röð eftir %-tölu).
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 37.5%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 23%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Ég ákvað því að reyna aftur og sjá hver niðurstaðan yrði við aðra tilraun enda var ég í vafa um nokkur atriði og þá kom þetta í ljós.
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 30%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 28%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Niðurstaðan er því sú að ég á samleið með Íslandshreyfingunni í 2 málum af hverjum 5, og hún kemst næst því að vera það stjórnmálaafl sem ég hallast að. Það hlýtur að vera pláss fyrir flokk á mínum slóðum.
Þú ert auðvitað pólitískt viðrini, Elli, en það vissi ég svo sem!
Sjá á móti samkvæmnina í mínum svörum!
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 12.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 20%
Stuðningur við Samfylkinguna: 25%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 81.25%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 15%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%
Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs!
Sæll Elli,
flott hjá þér að vera annaðhvort sjálfstæðismaður eða framsóknarmaður, enda ertu góður KFUMari.
En hvar tekur maður svona próf?
Kv. Jón Ómar
Sæll Elli,
ég held þú sért cryptó – sjálfstæðismaður eða framsóknarmaður, enda ertu góður KFUMari og skógarmaður í ofanálag og það er gæðastimpill með meiru ;-)!
En hvar tekur maður svona próf?
Kv. Jón Ómar
Þú greinilega lest ekki Jón Ómar, ég skora mun hærra sem Vinstri grænn en hjá Framsókn. En prófið er á xhvad.bifrost.is
Fyrst menn eru farnir að ræða pólitík þá eru hér nokkur skemmtileg viðbrögð við spunaauglýsingum Framsóknarflokksins, en eins og flestir vita mælist sá flokkur nú með um 5% atkvæða.
Njótið skemmtunarinnar!:
http://baggalutur.is/frettir.php?id=1039
http://baggalutur.is/frettir.php?id=3803
http://baggalutur.is/frettir.php?id=750&d=07&m=05&y=2005&start=0
Hingað hringdi áðan einn ágætasti þingmaður Framsóknarflokksins og ég gat glatt viðkomandi persónu með því að ég hefði rétt áðan lesið könnun þar sem stuðningur við Framsóknarflokkinn reyndist 90%! Mér satt að segja brá dálítið…