þad er otrulegt ad koma hingad til New Orleans og sja ad þratt fyrir ad ymislegt hafi verid lagad, þa er eydileggingin synileg alls stadar, aud hverfi, onyt hus og hruninn auglysingaskilti nu 460 dogum eftir Katrinu. Vid forum i dag til Missisippi en tar for midja Katrinar yfir. þegar vid keyrdum eftir strondinni vantadi um fjorar eda fimm husradir naest sjonum, allt farid, nema reyndar eitt og eitt hus an framhlidar og þaks sem standa eins og til ad syna hversu stor einbylishusin voru. Finu draumahus ellilifeyristeganna ekki olik husunum i Bexley ad staerd, horfin.
Dagurinn i dag for i ad hjalpa Mary, fullordinni ekkju, ad laga og mala loftid i svefnherbergjunum, sidustu handtokin til ad gera husid ibudarhaeft a ny, en Mary dvaldi i husinu medan fellibylurinn gekk yfir enda husid rumlega 3 milur upp i landi. Reyndar sagdi hun okkur ad sonur sinn og tengdadottir sem attu heima vid strondina hefdu fluid til hennar i storminum asamt fleirum þvi husid var svo langt upp i landi. Vid hjalpudum lika syninum af strondinni vid ad hreinsa naestu lod vid husid hennar Mary, þar byr hann i hjolhysi med konunni og vonast eftir ad geta byggt ser tar hus med verond, en þad er ekki audvelt, þvi leiguibudin þeirra a strondinni hvarf i storminum og allt sem þau attu.
Vid fluttum 10 tonn af mursteinum sem voru a lodinni a vid og dreif, stofludum þeim upp tannig ad haegt se ad hefja byggingu husins. En þetta var bara fyrsti dagurinn, naestu 3 dagar fara i fyrirlestra og kynningu a adstaedum, sidan bidur okkar vinna fra 8-4 alla naestu viku, fra manudegi til fostudags. Bjartsynasta folk ab svaedinu vonast eftir ad hreinsunarstarfi og endurbyggingu ljuki a naestu 6-8 arum, adrir tala um lengri tima.
One thought on “Missti allt”
Comments are closed.
Hugsanir samnemenda minna um ferðina birtast á http://churchrespondstodisaster.blogspot.com/index.html.