Eitt af stóru málunum á Kirkjuþingi var um breytingar á starfsháttum þingsins. Fjölgað er á þinginu og auk þess er nú búið að opna fyrir setu djákna á Kirkjuþingi. Þetta er einhvert mikilvægasta skrefið sem stigið hefur verið til að viðurkenna stöðu djákna innan kirkjunnar.
Þjónandi prestar og djáknar hvers kjördæmis, kjósa úr sínum hópi einn kirkjuþingsmann fyrir kjördæmið og tvo til vara. Í 1., 2. og 3. kjördæmi skal þó kjósa tvo vígða menn og tvo til vara. Prestur sem settur er til þjónustu nýtur ekki kosningarréttar. Þó skal prestur sem settur er í embætti, þar sem ekki er skipaður prestur fyrir, hafa kosningarrétt í því kjördæmi sem hann þjónar í. Prestur, sem sinnir aukaþjónustu, getur ekki greitt atkvæði fyrir það embætti. Prestur í launalausu leyfi eitt ár eða lengur, nýtur ekki kosningarréttar.
Ég tek undir það að 15. málið er mikilvægt. Þessar breytingar hafa að vísu ekki verið samþykktar endanlega. Fyrst þarf Alþingi að samþykkja lagabreytingar, svo fer þetta til umsagnar auka héraðsfunda og að því loknu til afgreiðsl á auka kirkjuþingi eftir áramót.